Mun kvef Höllu T. setja svip sinn á sumartískuna?

Halla Tómasdóttir hefur skartað klút í kosningabaráttunni. Á myndinni lengst …
Halla Tómasdóttir hefur skartað klút í kosningabaráttunni. Á myndinni lengst til hægri setti hún á sig klút því hún var kvefuð og hún var að reynda að vernda hálsinn. Síðan þá hefur hún skartað klútum í nokkrum mismunandi litum en þessir klútar eru frá Stenström og fást Hjá Hrafnhildi. Samsett mynd

Halla Tóm­as­dótt­ir kom sá og sigraði í for­seta­kosn­ing­un­um sem fram fóru í gær - með klút um háls­inn og í ljósri dragt. Tölu­verðar umræður hafa spunn­ist í kring­um klút­inn. Hvers vegna var hún alltaf með þenn­an klút? Var hún að fela eitt­hvað eða var mark­miðið að hefja nýja tísku­veg­ferð? Ein­hverj­ir veltu því fyr­ir sér hvort eitt­hvað hefði komið fyr­ir háls­inn á henni sem þyrfti nauðsyn­lega að fela. 

Fólkið sem hafði áhyggj­ur af þessu get­ur andað létt­ar. Halla var með klút í fyrstu kapp­ræðum Rúv því hún var veik. Hún var með kvef og hafði vaknað al­ger­lega radd­laus um morg­un­inn. Hún vissi hins­veg­ar að hún yrði að mæta í þetta gigg, þrátt fyr­ir kvef og slapp­leika, og brá þá á það ráð að setja á sig klút til að vernda háls­inn. Stund­um get­ur tískufatnaður bjargað fólki á ög­ur­stundu. Verndað það og styrkt. 

Hér er Halla með klútinn og í bleika jakkanum frá …
Hér er Halla með klút­inn og í bleika jakk­an­um frá Rofa sem fæst Hjá Hrafn­hildi. Sam­sett mynd

Klút­ur­inn vakti mikla at­hygli og reynd­ar líka bleiki jakk­inn sem hún klædd­ist þetta kvöld. Jakk­inn og klút­ur­inn voru keypt í versl­un­inni Hjá Hrafn­hildi og eft­ir að frétt­ir bár­ust að því hvað hún var glæsi­leg í þess­um bleika jakka með gull­töl­um seld­ist jakk­inn nán­ast upp. Sú sem skrifaði frétt­ina um bleika jakk­ann fékk holskeflu af leiðind­um yfir sig og það sama má segja um mann­eskj­una sem klædd­ist jakk­an­um. Hún lét það hins­veg­ar ekki á sig fá og hélt áfram að vera með klúta um háls­inn og klædd­ist bleika jakk­an­um trekk í trekk eft­ir þetta. 

Stuðnings­menn Höllu ákváðu að taka þetta klúta­grín alla leið og hvöttu stuðnings­menn sína til þess að skarta klút­um í gær. Það var því ekki þver­fótað fyr­ir fólki með litla silki­klúta um háls­inn á kosn­inga­vöku Höllu sem fram fór í Grósku. Fyrr um dag­inn seldu stuðnings­menn Höllu klúta á kosn­inga­skrif­stofu henn­ar frá fata­versl­un­inni Hjá Hrafn­hildi og seld­ust 120 klút­ar upp á tveim­ur klukku­tím­um. 

Þessi mynd var tekin í gær á kosningaskrifstofu Höllu Tómasdóttur …
Þessi mynd var tek­in í gær á kosn­inga­skrif­stofu Höllu Tóm­as­dótt­ur en stuðnings­menn henn­ar ákváðu að vera með klút eins og hún á kjör­dag. Ljós­mynd/​Aðsend

Það get­ur vel verið að ein­hverj­um finn­ist litl­ir silki­klút­ar kerl­ing­ar­leg­ir en býr ekki lít­il kerl­ing innra með okk­ur öll­um? Þarf ekki bara að umfaðma hana og leyfa henni að vera með. Og svo væri kannski allt í lagi að gang­ast við því því að hér væri ekki sam­fé­lag ef þess­ar kerl­ing­ar hefðu ekki staðið vakt­ina í gegn­um ald­irn­ar með því að elda mat úr engu og prjóna á ullar­föt á fólkið sitt svo það yrði ekki úti? 

Hér eru stuðningsmenn Höllu Tómasdóttur með klúta eins og hún.
Hér eru stuðnings­menn Höllu Tóm­as­dótt­ur með klúta eins og hún. Ljós­mynd/​Aðsend

Svo má velta því fyr­ir sér hvað vinnustytt­ing­arkyn­slóðin hefði gert ef hún hefði verið Halla T. þenn­an dag. Vaknað með kvef og verið hálfradd­laus. Hefði hún harkað af sér og sett á sig klút? Hefði hún ekki bara hringt sig inn veika? 

Og svona fyr­ir þá dyggu les­end­ur sem elska móð í öll­um sín­um fjöl­breyti­leika þá voru til þrír bleik­ir Höllu T. jakk­ar Hjá Hrafn­hildi á fimmtu­dag­inn. Þeir voru staðsett­ir á fata­slá á efri hæðinni við mát­un­ar­klef­ana. 

Halla Tómasdóttir var með klút í gærkvöldi sem passaði vel …
Halla Tóm­as­dótt­ir var með klút í gær­kvöldi sem passaði vel við ljósa dragt. Á vinstri hönd er Vig­dís Jó­hanns­dótt­ir kosn­inga­stjóri Höllu. mbl.is/​Eggert Johann­es­son
Halla Tómasdóttir mætti með klút í kappræður Morgunblaðsins í Hádegismóum …
Halla Tóm­as­dótt­ir mætti með klút í kapp­ræður Morg­un­blaðsins í Há­deg­is­mó­um sem fram fóru á fimmtu­dag­inn. mbl.isKrist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda