Katrín sneri aftur í sínu uppáhaldsmerki

Katrín prinsessa af Wales var flott í hvítu.
Katrín prinsessa af Wales var flott í hvítu. AFP/JUSTIN TALLIS

Katrín prinsessa af Wales klæddist hvítum kjól á laugardaginn í skrúðgöngu til heiðurs Karli Bretakonungi. Þetta var fyrsta skipti sem Katrín sást opinberlega síðan á jóladag. Prinsessan hefur verið í krabbameinsmeðferð að undanförnu. 

Katrín tók enga áhættu og klæddist breska merkinu Jenny Peckham. Merkið er í miklu uppáhaldi hjá henni. Hún hefur klæðst svipuðu sniði frá merkinu áður en hún hefur einnig klæðst síðkjólum frá merkinu við sérstaklega fín tilefni. 

Hvít og svört slaufan er áberandi sem og mittisbandið.
Hvít og svört slaufan er áberandi sem og mittisbandið. AFP/ JUSTIN TALLIS

Gamall kjóll

Erlendir miðlar benda á að Katrín hafi klæðst kjólnum kvöldið fyrir krýningu Karls Bretakonungs í fyrra. Kjólnum var þó breytt fyrir skrúðgönguna á laugardaginn. Hálsmálinu og mittisbandinu var breytt á þann veg að í fyrra var kjóllinn aðeins með svörtu mittisbandinu en ekki hvítu og svörtu. Ekki var heldur um að ræða eins áberandi slaufu.  

Breska konungsfjölskyldan á svölum Buckingham-hallar.
Breska konungsfjölskyldan á svölum Buckingham-hallar. AFP/HENRY NICHOLLS

Katrín eins og Audrey Hepburn

Ef rýnt er í kvikmyndasöguna má sjá líkindi með kjólnum og kjólnum sem persóna Audrey Hepburn klæddist í kvikmyndinni My Fair Lady árið sem kom út árið 1964. Sagan á hins vegar að gerast í byrjun 20. aldar í Lundúnum. 

Audrey Hepburn í My Fair Lady.
Audrey Hepburn í My Fair Lady. Ljósmynd/Imdb



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál