Lára Sigurðar: Barbí brúnka

Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum
Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum Ljósmynd/Aðsend

Lára G. Sig­urðardótt­ir lækn­ir og eig­andi Húðar­inn­ar skin cl­inic skrif­ar um gervi­brúnku og bend­ir á að ósamþykkt brúnku­auk­andi efni séu seld á fé­lags­miðlum. 

Ein fyrsta minn­ing mín af lækn­is­heim­sókn nær aft­ur til upp­haf tán­ings­ár­anna. Móðir mín hafði áhyggj­ur af því hve föl og veiklu­leg ég væri. Lækn­ir­inn stakk upp á að senda mig í ljósa­bekk – enda var skaðsemi þeirra ekki þekkt á þeim tíma og ekk­ert verið að skoða hvort lit­laus húðin gæti helg­ast af mikl­um tíðarblæðing­um. Ljósa­bekkja­ferðirn­ar urðu að vana og þau sem kom­in eru á minn ald­ur þekkja fórn­ar­kostnaðinn. Því við söfn­um sól­skemmd­um, líkt og við söfn­um frí­merkj­um eða föt­um. 

Áhuga­vert er að á meðan við á norður­hjara ver­ald­ar sækj­umst eft­ir að gera húð okk­ar brúnni, stækk­ar markaður­inn fyr­ir hvítt­un­ar­krem í Asíu þar sem finna má hátt í fimm millj­arða jarðarbúa. Þar er hvít­ur húðlit­ur enn tengd­ur vel­meg­un og hærri sam­fé­lags­stöðu, þar sem verka­menn vinna ut­an­dyra á meðan þeir rík­ari dvelja mest megn­is inn­an­dyra. Sér­fræðing­ar kenna einnig þræla­haldi og öðru um aðdáun á hvíta húðlitn­um.

Við leggj­um þó mis mikið á okk­ur til að breyta húðlitn­um. Um dag­inn þegar ég var að skruna á In­sta­gram hnaut ég um aug­lýs­ingu þar sem ís­lensk kona lofaði há­stert skjót­fengna brúnku sína sem hélst allt árið um kring. Með fylgdi sjálfa af kon­unni þar sem brúni lit­ur­inn var fangaður gegn­um ljóss­íu. Þú gast sent henni per­són­leg skila­boð til að kaupa brúnku-nefúða á tíu þúsund krón­ur, en tekið var fram einn til tveir ljósa­tím­ar virkjuðu brúnku­ferlið.

Húðnör­d­inn í mér sat ekki á sér og hóf strax að kanna hvort aug­un væru að nema það sem hann grunaði. Í gegn­um tíðina hef­ur þetta efni poppað reglu­lega upp í okk­ar vest­ræna heimi hvar eft­ir­spurn eft­ir skót­feng­inni brúnku er hve mest. At­hygli vek­ur að þess­ar vör­ur eru yf­ir­leitt lofaðar og seld­ar af ein­stak­ling­um á sam­fé­lags­miðlum, en einnig á lík­ams­rækt­ar­stöðvum og heilsu­lind­um. Það er nefni­lega rík ástæða fyr­ir því að þessi svo­kölluðu barbí-brúnku­lyf fást ekki á hinum al­menna markaði.

Áður en lengra skal haldið er vert að spyrja sig hvernig úði í nef töfr­ar fram brún­an húðlit?

Mela­not­an II heit­ir virka efnið í barbí-brúnku­lyf­inu. Einnig er til Mela­not­an I sem er lyf til að meðhöndla sjald­gæf­an arf­geng­an sjúk­dóm og er ein­ung­is gefið und­ir lækn­is­hönd­um. Mela­not­an II er fram­leitt í efna­verk­smiðju og lík­ir eft­ir virkni melanocort­in horm­óna, en það eru nátt­úru­leg horm­ón sem taka þátt í ým­issi lík­ams­starf­semi, m.a. er varða orku­bú­skap, ónæmis­kerfi, kyn­getu og starf­semi hjarta- og æðakerf­is.

Eitt af þess­um horm­ón­um sem Mela­not­an II lík­ir eft­ir er sort­frumu­örv­andi horm­ón (alpha-melanocyte-stimulat­ing horm­ón, α-MSH) sem er ábyrgt fyr­ir fram­leiðslu mel­an­íns, sem ger­ir húðina brúna. Horm­ón þetta dug­ar þó ekki eitt og sér, held­ur þurfa út­fjólu­blá­ir geisl­ar að skína á húðina til að kveikja á brúnku­ferl­inu. Því er oft mælt með að fólk skelli sér líka í sólbað eða ljósa­bekk, sem eyk­ur veru­lega hætt­una á húðkrabba­meini. Í eyr­um sumra kann Mela­not­an II að hljóma sem sak­laust þar sem það lík­ir eft­ir okk­ar eig­in horm­óni, en það er ástæða fyr­ir því að það er ólög­legt í öll­um 50 fylkj­um Banda­ríkj­anna, Norður­lönd­un­um, Bretlandi, Ástr­al­íu og Nýja-Sjálandi, svo dæmi séu nefnd. Vegna víðtækra áhrifa var Mela­not­an II rann­sakað sem mögu­legt lyf við getu­leysi kvenna og ris­vanda­mál­um karla, en klín­ískri þróun hætt árið 2003. Óprófuð og ólög­gild barbí-brúnku­lyf koma þó reglu­lega í sölu á in­ter­net­inu og ósjald­an með svik­sam­leg­um hætti.

Hliðar­verk­ana er sjaldn­ast getið. Ójafn húðlit­ur og auk­in bletta­mynd­un er nokkuð al­gengt. Þá geta auka­verk­an­ir falið í sér bólu­mynd­un, sýk­ing­ar, óeðli­leg­an kinn­roða, ógleði, upp­köst, lyst­ar­leysi, kviðverki og langvar­andi sárs­auka­fulla standpínu hjá körl­um. Lífs­hættu­leg­um ein­kenn­um hef­ur verið lýst, svo sem brjóst­verk­ur, andnauð, rá­kvöðvaleys­ing, nýrna­bil­un og heila­kvilli með sjóntrufl­un­um, krampa, höfuðverk og breyttri vits­muna­getu. Þá hef­ur til­fell­um sortuæxla verið getið, sem hafa mynd­ast til­tölu­lega fljótt eft­ir fyrstu notk­un. Eng­ar rann­sókn­ir eru til um áhrif efn­is­ins til lengri tíma.

Þar sem eft­ir­lit er ekk­ert, þá er ómögu­legt að vita hvað leyn­ist í þeim. Stikk-pruf­ur hafa þó sýnt að barbí-brúnku­lyf geta verið menguð af öðrum skaðleg­um efn­um, sem ber­ast í blóðrás­ina ásamt mela­not­an II.

Vegna al­var­legra auka­verk­ana berst Ástr­al­ía hart gegn notk­un­ar þess­ara efna með því að beita háum sekt­um á alla sem selja eða kynna vör­una á sam­fé­lags­miðlum. Meðal ann­ars hef­ur lyfja­eft­ir­lit (TGA) þar í landi fengið TikT­ok og aðra sam­fé­lags­miðla í sam­starf við sig til að banna hashtags tengt lyf­inu og fjar­lægja mynd­bönd sem lýsa notk­un þess. Þá eiga ein­stak­ling­ar í hættu á að vera sektaðir um 80 millj­ón­ir króna og fyr­ir­tæki 400 millj­ón­ir, verði þau upp­vís að selja eða kynna vör­una.

Fyr­ir þau sem sækj­ast eft­ir brún­um húðlit eru sér­fræðing­ar sam­mála um að brúnkukrem séu hættu­minnsta leiðin, þar sem þau verka ein­ung­is á ysta lag húðar­inn­ar og eru að litlu leyti tek­in upp í blóðrás­ina. Auk þess má styðja við fal­leg­an og heil­brigðan húðlit með ákveðinni nær­ingu. Þótt ekki þykir sannað er fræðilega séð hægt að stuðla að mel­an­ín fram­leiðslu með nátt­úru­leg­um hætti. Sum­ar rann­sókn­ir sýna að andoxun­ar­efni styðji við mel­an­ín fram­leiðslu, og þar á meðal víta­mín A, C og E. Dökk­grænt græn­meti, lit­rík­ir ávext­ir, ber, baun­ir, korn, fræ og hnet­ur eru rík af þess­um nær­ing­ar­efn­um, nema víta­mín A færðu t.d. með lif­ur og lýsi. Þótt nær­ing­ar­ríkt fæði sé nauðsyn­legt fyr­ir heil­brigði húðar dug­ar það ekki eitt og sér til að verja hana fyr­ir út­fjólu­blárri geils­un. Til að kom­ast hjá því að safna sól­skemmd­um þarf að til­einka sér sól­ar­hóf. Barbí brúnk­an get­ur verið freist­andi fyr­ir suma, en lík­lega ekki þess virði að tapa heils­unni. Þá mætt­um við upp­hefja meira hvít­an húðlit sem er mörg­um okk­ar svo nátt­úru­leg­ur. 

Heim­ild­ir:

htt­ps://​www.tga.gov.au/​news/​news/​beware-barbie-drug-dan­gers-us­ing-mela­not­an

htt­ps://​derm­netnz.org/​topics/​mela­not­an-ii

htt­ps://​pu­bmed.ncbi.nlm.nih.gov/​23121206/

htt­ps://​pu­bmed.ncbi.nlm.nih.gov/​31953620/

htt­ps://​pu­bmed.ncbi.nlm.nih.gov/​24355990/

htt­ps://​aca­demic.oup.com/​bjd/​article-abstract/​164/​6/​1403/​6644309?redirected­From=full­text&log­in=fal­se

htt­ps://​pu­bmed.ncbi.nlm.nih.gov/​22724573/

htt­ps://​on­lineli­brary.wiley.com/​doi/​abs/​10.1002/​mnfr.201500822

htt­ps://​on­lineli­brary.wiley.com/​doi/​10.1155/​2014/​860479

htt­ps://​pubs.rsc.org/​en/​content/​articleland­ing/​2014/​fo/​c4­fo00280f/​unauth#!di­vAbstract

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda