Ofurfyrirsæta lifir snekkjulífi í íslenskum kjól

Ashley Graham í kjól frá Hildi Yeoman.
Ashley Graham í kjól frá Hildi Yeoman.

Ofurfyrirsætan Ashley Graham er mikill aðdáandi íslenska fatahönnuðarins Hildar Yeoman. Graham skellti sér í kjól frá Yeoman þegar hún var í fríi á snekkju á dögunum. 

Graham virtist vera stödd í gríska eyjahafinu þegar hún klæddist kjólnum The Frill Dress í mynstrinu Silver Flower. Kjóllinn er léttur og hnésíður með skrauti á annarri hliðinni. Hann er fáanlegur á heimasíðu Yeoman og kostar 49.900 krónur. 

Graham er ein þekktasta fyrirsæta í heiminum í dag. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem hún klæðist fötum frá íslenska merkinu. Í vor spókaði sig hún meðal annars um í sundbol frá Yoeman og hefur klæðst einum slíkum á snekkjunni í sumar.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál