Óskalisti íslensku sumarkonunnar

Íslenska sumarkonan er komin á stjá. Hana er að vinna úti á landsbyggðinni, við árbakka og á fjöllum. Hægt er að rekast á hana í Friðheimum og á bensínstöðvum hringinn í kringum landið því Range Roverinn er ekki kominn á markað alrafmagnaður. Ef þú vilt vera til fara eins og hin eftirsótta íslenska sumarkona þá eru tillögur að varningi sem hún getur komið sér upp fyrir ævintýri sumarsins. 

Sumarkonan ilmar 

Maison Margiela Fragrances er að gera gott mót með ilmi sína sem eru fyrir bæði kyn. Ilmurinn REPLICA Jazz Club er kryddaður og ljúfur og hentar sérlega vel fyrir íslenskar sumarkonur og fylgifiska þeirra. Ef þær eiga unglingssyni má gera ráð fyrir því að þeir stelist í ilminn. 

REPLICA Jazz Club ilmurinn frá Maison Margiela Fragrances fæst í …
REPLICA Jazz Club ilmurinn frá Maison Margiela Fragrances fæst í Stefánsbúð og kostar 11.900 kr.

Ponsjó

Það þurfa allar alvöru sumarkonur að eiga eitt stykki ponsjó til að hlýja sér þegar kvölda tekur. Þetta ullarponsjó er frá Farmers Market og heitir Katanes. Ponsjóið kostar 19.900 krónur 

Ullarponsjó frá Farmers Market.
Ullarponsjó frá Farmers Market. Ljósmynd/Farmers Market

Sumarstígvél

Það er engin leið að ætla sér að vera í sandölum á sumrin á Íslandi. Stígvél eru staðalbúnaður í öllum garðpartíum og útilegum. Þessi flottu stígvél eru frá breska merkinu Barbour. Þau fást í Kormáki og Skildi og kosta 37.900 krónur. 

Stígvél frá Barbour.
Stígvél frá Barbour. Ljósmynd/Kormákur og Skjöldur

Hattur

Það fer enginn í sumarpartí án þess að taka með sér góðan og flottan hatt. Hatturinn nýtist til að mynda vel þegar rignir og svo kemur slegið hárið bara svo miklu betur út þegar maður er með hatt. Þessi hattur er vatnsheldur og úr þæfðri ull. Hann fæst í Lífland og kostar 9.990 krónur. 

Ljósmynd/Lífland

Falleg vínglös

Sumarkonan er alltaf með eitthvað gott í glasi. Lífið hennar er líka aðeins skemmtilegra en fólksins í næsta húsi og þess vegna dugar ekkert hefðbundið Iittala-glas. Hún væri líkleg til að drekka úr þessu glasi frá Hay sem fæst í Epal og kostar 5.950 krónur. 

Vínglös frá Hay.
Vínglös frá Hay. Ljósmynd/Epal

Sumarbókin

Það er algjört lykilatriði að lesa eina skvísubók á sumrin. Bókin Vistaskipti eftir Beth O'Leary fjallar um ungan markaðsráðgjafa á framabraut sem er send í leyfi eftir stórbrotið klúður í vinnunni og fer í kjölfarið út á land að heimsækja Eileen ömmu sína og njóta löngu tímabærrar hvíldar. Bókin fæst í Bókabúð Forlagsins og kostar 4.290 krónur. 

Seiðandi sólarpúður

Ef það er eitthvað sem íslenska sumarkonan þarf þá er það sólarpúður til þess að fríska upp á sig. LANCÔME Teint Idole Ultra Wear C.E. Skin Transforming Bronzing passar í hvaða snyrtibuddu sem er en svo er líka hægt að setja það í vasann á veiðijakkanum. Best er að bera það á sig varlega þannig að það verði ekki of áberandi skil í andlitinu. Íslenska sumarkonan vill vera frískleg í framan - ekki eins og TikTok-slys. 

LANCÔME Teint Idole Ultra Wear C.E. Skin Transforming Bronzing.
LANCÔME Teint Idole Ultra Wear C.E. Skin Transforming Bronzing.

Hlébarðabuxur

Íslenska sumarkonan elskar hlébarðamunstur og þess vegna þarf hún að eignast þessar buxur. Þær eru frá Neo Noir og fást í Galleri 17. 

Neo Noir Simona Leopard buxur fást í Galleri 17 og …
Neo Noir Simona Leopard buxur fást í Galleri 17 og kosta 15.296 kr.

Rúskinnskápa

Íslenska sumarkonan verður að eiga rúskinnskápu. Þessi er frá Ralph Lauren og fæst í Mathilda. Hún kostar 249.990 kr. 

Ralph Lauren rúskinnskápa fæst í Mathilda og kostar 249.990 kr.
Ralph Lauren rúskinnskápa fæst í Mathilda og kostar 249.990 kr.

Belti

Íslensku sumarkonurnar eiga gott safn af flottum gallabuxum. Við allar flottar gallabuxur er nauðsynlegt að eiga belti. Þetta belti er frá GinuTricot og kostar 4.795 krónur. 

Boho-belti fæst hjá Gina Tricot og kostar 4.795 kr.
Boho-belti fæst hjá Gina Tricot og kostar 4.795 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda