Hvernig er best að losna við dökka bletti í andlitinu?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni og Húðvaktinni svarar spurningum …
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni og Húðvaktinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Ljósmynd/Helgi Ómars

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni og Húðvaktinn svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem er komin með dökkan blett í andlitið og leitar ráða. 

Sæl Jenna Huld. 

Ég er með dökkan blett á húðinni í andlitinu. Hvernig er best að losna við þetta? Brenna þetta? Skera þetta?

Kveðja, 

KPF

Sæl KPF. 

Brún­ir blett­ir á húðinni geta verið af ýms­um toga til dæm­is frekn­ur, sól­ar­blett­ir, elli­blett­ir eða fæðing­ar­blett­ir. Lík­lega eru þetta sól­ar­blett­ir sem þú ert að tala um ef þeir eru í andlitinu og eru flatir viðkomu.  Hins veg­ar er nauðsyn­legt að fá fag­legt mat á þess­um blett­um áður en þeir eru meðhöndlaðir því meðferðirn­ar eru mjög ólík­ar og ég ráðlegg þér ein­dregið að panta þér tíma í bletta­skoðun hjá húðsjúk­dóma­lækni.

Sól­ar­bletti (lentigo solar­is) er hægt að fjar­lægja með laser meðferð eða fryst­ingu. Við metum við skoðun hvaða meðferð hentar best eftir umfangi blettanna og útliti. Laserinn er alltaf bestur þar sem það er mjög lítil áhætta á aukaverkunum en áhættan er aðeins meiri með hefðbundinni frystingu. Elli­bletti er hins veg­ar best að fjar­lægja með fryst­ingu eða að skrapa þá burtu. Fæðing­ar­bletti þarf hins veg­ar að fjar­lægja með aðgerð.

Kær­ar kveðjur,

Jenna Huld húðlækn­ir

Húðlæknastöðinni og Húðvaktinni

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál