10 hlutir sem þú þarft fyrir skvísuútileguna

Óskalistinn er sérlega töff þessa vikuna!
Óskalistinn er sérlega töff þessa vikuna! Samsett mynd

Útilegusumarið er í fullum gangi um þessar mundir og hafa fjölmargir lagt land undir fót í von um að hitta á sólina. Á óskalista vikunnar finnur þú tíu vörur sem útileguskvísur landsins verða að eignast, allt frá töffaralegum fatnaði yfir í hin fullkomnu útileguglös til að drekka kampavínið úr!

Lúxusbolli á ferðinni!

Útileguskvísur þurfa að geta fengið sér lúxuskaffi hvar og hvenær sem er, líka í útilegunni. Þá er nauðsynlegt að eiga góða ferðakaffivél eins og þessa sem tekur ekki of mikið pláss og er smart!

Wacaco Nanopresso ferðakaffivélin fæst hjá Margt & Mikið og kostar …
Wacaco Nanopresso ferðakaffivélin fæst hjá Margt & Mikið og kostar 9.990 krónur. Ljósmynd/Tradeinn.com

Útileguhatturinn!

Góður og töff hattur nýtist betur en þú heldur í útilegu! Hann kemur til bjargar í ýmsum aðstæðum – þegar það er mikil sól, þegar það er rigning og líka þegar hárið er í ruglinu!

Bucket-hattur fæst hjá Zara og kostar 3.795 krónur.
Bucket-hattur fæst hjá Zara og kostar 3.795 krónur. Ljósmynd/Zara.com

„Bjútísvefn“ í tjaldi!

Það er eitthvað alveg sérstakt við það að gista í tjaldi úti í náttúrunni og mikill misskilningur að það þurfi að vera óþægilegt. Til að hámarka „bjútísvefninn“ er sniðugt að taka með sér góða svefngrímu, sérstaklega fyrir íslensku sumarnæturnar!

Silki svefngríma fæst hjá Heima er gott og kostar 5.990 …
Silki svefngríma fæst hjá Heima er gott og kostar 5.990 krónur. Ljósmynd/Heimaergott.is

Vertu raunsæ en töff!

Það er mikið fjör að fara í útilegu og njóta íslenska sumarsins til hins ítrasta. En það má samt ekki gleyma því að Íslandi fylgja oft snöggar veðurbreytingar og rigning. Það er því nauðsynlegt að vera öllu viðbúinn og pakka einhverju vatnsheldu ofan í töskuna!

Regnkápa frá Rains fæst hjá Fou22 og kostar 13.900 krónur.
Regnkápa frá Rains fæst hjá Fou22 og kostar 13.900 krónur. Ljósmynd/Fou22.is

Skipulag upp á tíu!

Útileguskvísur elska að vera öllu viðbúnar og eiga það til að pakka aðeins of miklu með sér. Það er hins vegar allt í góðu ef það er vel skipulagt!

Ferðasnyrtitaska fæst hjá Söstrene Grene og kostar 2.694 krónur.
Ferðasnyrtitaska fæst hjá Söstrene Grene og kostar 2.694 krónur. Ljósmynd/Sostrenegrene.is

Forgangsröðun í lagi!

Ef það er eitthvað sem útileguskvísur eru með á hreinu þá er það forgangsröðunin, þó það séu kannski ekki allir sammála um hvernig hún eigi að vera. Er það ekki annars kampavín, kampavínsglös, tjald og svo kemur svefnpokinn?

Kampavínsglös úr plasti fást hjá Ramba Store. Tvö í pakka …
Kampavínsglös úr plasti fást hjá Ramba Store. Tvö í pakka kosta 2.390 krónur. Ljósmynd/Rambastore.is

Smart og kósí!

Notalegir stólar eru ómissandi í útileguna. Svo skemmir ekki fyrir ef þeir eru líka smart!

Sólstóll frá FIAM fæst hjá Fakó og kostar 32.900 krónur.
Sólstóll frá FIAM fæst hjá Fakó og kostar 32.900 krónur. Ljósmynd/Balconylivingcph.com

Með tískuna á hreinu!

Útileguskvísur eru alltaf með tískuna á hreinu. Þessi fallega úlpa úr samstarfslínu Ganni og 66°North fellur vel í kramið hjá þeim, enda bæði passlega hlý og fáránlega töff!

Stuttur jakki úr samstarfslínu Ganni og 66°North kostar 61.900 krónur.
Stuttur jakki úr samstarfslínu Ganni og 66°North kostar 61.900 krónur. Ljósmynd/66north.com

Kælitaska sem gleður augað!

Útilegubúnaður má líka vera fallegur! Þessi kælitaska passar fullkomlega inn í litapallettu útileguskvísunnar og ætti að halda kampavíninu köldu fram á kvöld.

Kælitaska fæst hjá Ramba Store og kostar 6.990 krónur.
Kælitaska fæst hjá Ramba Store og kostar 6.990 krónur. Ljósmynd/Rambastore.is

Leitin að sumrinu!

Útileguskvísum er margt til listanna lagt, en þær eru þó alveg sérstaklega góðar í því að elta sólina og eru alltaf með sundföt með sér!

Bikiní frá Hojsberg fæst hjá Húrra Reykjavík. Toppurinn kostar 8.990 …
Bikiní frá Hojsberg fæst hjá Húrra Reykjavík. Toppurinn kostar 8.990 krónur og buxurnar 8.990 krónur. Ljósmynd/Hurrareykjavik.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda