Verður „Bubbahatturinn“ sumartískan í ár?

Maðurinn með hattinn.
Maðurinn með hattinn. Samsett mynd

Ásbjörn Kristinsson Morthens, þekktastur sem Bubbi, er algjör nagli og einn mesti töffari landsins. Hann veit svo sannarlega hvað hann syngur, þegar hann syngur, og einnig þegar kemur að tísku enda ávallt flottur til fara.

Undanfarna daga hefur Bubbi deilt sólríkum sjálfum með fylgjendum sínum á Instagram og hafa margir hælt tónlistarmanninum fyrir smekklegt val á hatti.

Bubbi er með töffaralegan og blúsaðan sólhatt á flestum myndanna og eins og sjá má þá getur góður hattur kryddað upp einföldustu klæðasamsetningar. 

Hattar, af öllum stærðum og gerðum hafa sjaldan verið vinsælli en einmitt núna. Íslenska sumarkonan nýtir hvert tækifæri til að setja upp kúrekahattinn í útilegum, íþróttaþyrstir Íslendingar bera derhúfur uppáhaldsliðs síns út um allar trissur og alvöru séntilmenn fara ekki út úr húsi án sixpensara og á rokkkóngurinn að sjálfsögðu nokkra slíka.

Það er því greinilegt að góður hattur gerir allt betra!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál