„Ég persónulega fylgi ekki endilega trendum“

Selma Soffía Guðbransdóttir er mikill tískuunnandi og leynast ótal fallegar …
Selma Soffía Guðbransdóttir er mikill tískuunnandi og leynast ótal fallegar flíkur í fataskáp hennar. Samsett mynd

Selma Soffía Guðbrandsdóttir er 28 ára Garðabæjarmær og fagurkeri með eftirtektarverðan fatastíl. Hún er lítið fyrir að elta nýjustu tískutrendunum og er óhrædd við að fylgja eigin stíl, en þar að auki hefur hún sérlega gaman af því að vera með flottar neglur sem setja oft punktinn yfir i-ið á lúkkinu. 

Selma er með BA-gráðu í sálfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun, en hún hefur að undanförnu verið að sinna hinum ýmsu verkefnum. „Nýlega hóf ég störf við að aðstoða Bestseller við markaðsmálin þeirra og fleiri skemmtileg verkefni. Svo er ég líka með mitt eigið hlaðvarp með elsku Steinunni minni og kem einnig stundum að verkefnum sem tengjast Umami Sushi,“ segir Selma. 

Selma fór nýlega af stað með hlaðvarpsþættina Skipulagt Chaos ásamt …
Selma fór nýlega af stað með hlaðvarpsþættina Skipulagt Chaos ásamt vinkonu sinni.

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Úff, þetta er erfitt að niðurnjörva! Hann getur verið allskonar. Stundum er ég „super classy“ og „fancy“, stundum er ég að blanda götustíl við eitthvað lúkk, en mér finnst ég oftast vera frekar litrík og með frumlegan fatasmekk, sérstaklega miðað við hvað tíðkast hér á elsku Íslandi. En mest af öllu passa ég alltaf upp á að vera með mikla kvenlega orku og hugsa oftast „more is more“.“

Selma leggur mikið upp úr því að vera með kvenlega …
Selma leggur mikið upp úr því að vera með kvenlega orku.

Bestu fatakaupin?

„Í fyrra keypti ég mér geggjaðan pels í Feld, hann er í miklu uppáhaldi hjá mér.“

Pelsinn er í miklu uppáhaldi hjá Selmu.
Pelsinn er í miklu uppáhaldi hjá Selmu.

En verstu fatakaupin?

„Dr. Martens skór. Ég keypti mér svona klassísk „boots“ með uppháum sóla sem ég var svo skotin í, en guð hvað þeir rústuðu á mér hælnum. Ég endaði á að nota þá aldrei.“

Hvaða skór eru í mestu uppáhaldi hjá þér um þessar mundir?

„Hermes-sandalarnir mínir. Þeir voru búnir að vera draumur lengi, svo lét ég verða úr því að kaupa mér par þegar ég bjó í Marbella. Satt best að segja hef ég varla farið úr þeim síðan – nema auðvitað þegar Ísland hendir í slyddu og snjó.“

Selma sér ekki eftir að hafa fest kaup á Hermes-sandölunum.
Selma sér ekki eftir að hafa fest kaup á Hermes-sandölunum.

En fylgihlutur?

„Bleika Jacquemus-taskan mín, ég elska hana. Svo er ég einnig mjög hrifin af gylltu kross hálsfestinni sem kærastinn minn, hann Axel, gaf mér í Valentínusargjöf og nýju Louis Vuitton-töskunni minni sem mig var búið að dreyma um lengi.“

Uppáhaldsfylgihlutur Selmu er bleik Jacquemus-taska.
Uppáhaldsfylgihlutur Selmu er bleik Jacquemus-taska.

Hvað er ómissandi að eiga í fataskápinn fyrir sumarið að þínu mati?

„Kjólar, kjólar og aftur kjólar. Nei kjólar eru bara það besta, og að vera berleggja! Leyfa fallegu leggjunum að njóta sín. En fallegir sandalar eru einnig möst!“

Selma segir kjóla vera ómissandi í fataskápinn yfir sumartímann.
Selma segir kjóla vera ómissandi í fataskápinn yfir sumartímann.

Eru einhver sérstök tískutrend sem þú heldur að verði áberandi í sumar?

„Ég persónulega fylgi ekki endilega trendum, heldur klæði mig eftir því sem mér finnst flottast eða fer mínum líkama best. Ég hef tekið eftir því að Capri-buxur séu að reyna „slæda“ sér aftur inn – ég er ekki aðdáandi en styð alltaf að klæða sig í nákvæmlega það sem þú vilt! Það er alltaf að fara að fara manni best.“

Selma er fylgjandi því að fólk klæði sig eftir eigin …
Selma er fylgjandi því að fólk klæði sig eftir eigin höfði.

Hvenær byrjaðir þú að fá þér neglur? 

„Ég fékk mínar fyrstu neglur þegar ég fermdist, en svo tók ég langa pásu og byrjaði ekki aftur fyrr en árið 2020 og hef ekki tekið þær af mér síðan. Þær þurfa eflaust að anda greyin en „beauty is pain“.“

Selma hefur verið með ótal flottar neglur í gegnum árin.
Selma hefur verið með ótal flottar neglur í gegnum árin.

Hvernig nöglum ert þú hrifnust af?

„Ég fæ mér vanalega „square shape“, mér finnst það fara mér best, og ágætlega langar –mér finnst þær ekki langar, en svo virðist vera að almúganum finnist það. Einstaka sinnum fæ ég mér hálfgert möndlu „shape“ til að hrista aðeins upp í lífinu.“

Uppáhaldsneglur sem þú hefur fengið þér?

„Þetta er erfitt! Fyrsta sem mér dettur í hug eru þær sem ég er með núna. Svo fékk mér mjög kúl neglur í nóvember sem voru svartar með hvítum hjörtum. Ég vil endilega benda á hana Önustasiu hjá Nói nails, ég fer alltaf til hennar og tel hana vera besta á Íslandi í dag!“

Neglurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá Selmu.
Neglurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá Selmu.

Hvernig neglur heldur þú að verði áberandi í sumar?

„Litríkar, alveg 100%! Og með miklu skrauti. Ég leita mikið í innblástur á Pinterest og Instagram og sé að skraut og eitthvað ýkt er mjög áberandi núna.“

Hvað getur þú sagt mér um hlaðvarpið sem þú varst að byrja með?

„Ég og Steinunn vorum að byrja hlaðvarpið okkar og hafa móttökur farið vonum framar! Hlaðvarpið fjallar um allt og ekkert en vissulega mikið tengt sjálfsást, lífstíl og allskonar skemmtilegum málefnum. Við erum miklir húmoristar og tökum lífinu alls ekki alvarlega þannig allt er rætt með miklum léttleika og teskeið af salti.“

Selma og vinkona hennar, Steinunn Ósk Valsdóttir, halda úti hlaðvarpinu …
Selma og vinkona hennar, Steinunn Ósk Valsdóttir, halda úti hlaðvarpinu Skipulagt Chaos.

Hvernig kom það til að þið ákváðuð að byrja með hlaðvarp?

„Ég hef verið með hlaðvarp áður með fyrrum vinkonu í Barcelona sem svo hætti eftir að ég flutti til Marbella. Ég elskaði að vera með hlaðvarp þannig ég hef alltaf haft það í huga að gera það aftur en vissi aldrei með hverjum. Svo kynntist ég Steinunni og vorum við ekki lengi að tengjast, þess vegna fannst mér tilvalið að stinga uppá þessu við hana.“

Hvernig kynntust þið Steinunn?

„Mjög skemmtilegt að segja frá því, en við kynntumst í fyrra þegar ég var að vinna á Wok On og réði Steinunni í starf markaðsstjóra. Í dag erum við ekki stoltar af þessum vinnustað en erum þakklátar að hafa þó kynnst. Skemmtilegt hvað öll reynsla, slæm sem og góð, gefur manni eitthvað.“

Vinkonurnar kynntust á Wok On.
Vinkonurnar kynntust á Wok On.

Hvernig hefur ferlið að byrja með hlaðvarp gengið?

„Það hefur gengið ótrúlega vel! Þetta er mun auðveldara en fólk heldur. Auðvitað fer mikil vinna í að undirbúa allt og þess háttar en maður getur allt sem manni langar til. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ferli og er ég þakklát að Steinunn sé félagi minn í þessu þar sem við náum mjög vel saman og pössum einnig saman sem dúó. Við komum til borðs með sitthvora hæfileikana og hífum hvora aðra upp, mér finnst það skipta svo miklu máli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál