Búin að fara í 17 brjóstastækkanir

Katie Price er með stór brjóst.
Katie Price er með stór brjóst. Skjáskot/Instagram

Breska glamúrfyrirsætan Katie Price er með stærri barm en margar aðrar konur. Brjóstin eru þó allt annað en náttúruleg þar sem Price er búin að fara í fjölda aðgerða til þess að láta laga þau. 

Price fór í brjóstastækkunina í Brussel fyrr í þessum mánuði að því er fram kemur á vef Daily Mail. Ásamt því að láta breyta brjóstunum hefur hún meðal annars látið breyta nefinu á sér, lyfta andlitinu, fengið sér bótox, varafyllingu og ýmislegt fleira. 

Þrátt fyrir þennan fjölda aðgerða er Price hvergi nærri hætt. „Ég mun aldrei hætta þessum aðgerðum,“ sagði Price í viðtali. „Mig langar að líta út eins og Bratz-dúkka.“

Það eru ekki allir sem dást að útliti Price en fyrirsætunni er sama. „Þetta er minn líkami og ég geri það sem mig langar til. Þannig á það að vera; okkar líkami, okkar val. Munurinn er sá að ég tala um það. Það er fullt af fólki þarna úti sem felur sig,“ sagði Price um það val sitt að fara í fegrunaraðgerðir. 

View this post on Instagram

A post shared by Katie Price (@katieprice)



View this post on Instagram

A post shared by Katie Price (@katieprice)


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda