Ein mesta ferðahelgi landsmanna er framundan, verslunarmannahelgin, og því ekki vitlaust að byrja að plana hana tímanlega. Óskalista vikunnar prýða því tíu vörur sem henta sérstaklega vel í útileguna eða á útihátíðina!
Á Íslandi er allra veðra von og því kemur vatnsheldur fatnaður sér vel. Þessi jakki er frá 66°Norður og er töff hvernig sem viðrar!
Það er ómissandi að vera með hlýtt teppi í útilegunni. Þetta teppi ber einfaldlega heitið Útilega og hentar því sérstaklega vel um verslunarmannahelgina, en það er íslensk hönnun eftir Védísi Jónsdóttur.
Hvort sem þú ætlar á útihátíð eða í útilegu er nauðsynlegt að vera með létta og góða tösku. Þessi er frá danska merkinu Sandqvist og er í fullkominni stærð fyrir það allra nauðsynlegasta.
Góð stígvél ættu að vera staðalbúnaður í allar útilegur og útihátíðir á Íslandi, enda fátt verra en að vera blautur í fæturna!
Við höldum í vonina og reiknum með að þurfa ekki að taka þykku úlpuna út fyrir verslunarmannahelgina. Hins vegar er alltaf sniðugt að hafa með sér flott vesti sem hægt er að henda yfir sig þegar farið er að kólna á kvöldin!
Lopapeysan er klassísk flík til að taka með á útihátíðina eða í útileguna. Hún heldur á þér hita og svo er hún hrikalega smart!
Það má ekki gleyma húfunni yfir verslunarmannahelgina, enda getur hún gegnt mikilvægu hlutverki í útilegum og á útihátíðum þegar kemur að því að endast lengi úti!
Þú leggur ekki af stað í útilegu yfir verslunarmannahelgina án þess að vera með ferðahátalara í töskunni – svo einfalt er það!
Gott ferðamál er ómissandi yfir verslunarhelgina. Þetta ferðamál er frá Kinto og er sérstaklega hannað fyrir útiveru og ferðalög, en það heldur drykkjum bæði heitum og köldum lengur.
Það er óþarfi að flækja húðrútínuna í útilegunni. Þetta krem er litalaust en fullkomnar samt sem áður húðina og veitir henni einstakan frísklegan ljóma.