„Nashyrningalokkur“ nýjasta æðið

Samsett mynd

Það hefur lengi notið vinsælda að fá sér lokk í hina ýmsu líkamsparta, en í gegnum árin hefur mismunandi götun komið og farið úr tísku. Svo virðist sem svokallaður „nashyrningalokkur“ eða „rhino piercing“ sé nýjasta æðið á samfélagsmiðlum. 

„Nashyrningalokkur“ er þegar u-laga lokki með demöntum á sitthvorum endanum er komið fyrir á nefbroddi fólks. Margir netverjar hafa furðað sig á þessu óvenjulega æði vegna þess hversu djörf staðsetningin er og hversu sársaukafullt það hljóti að vera að láta gata nefbroddinn. 

Johnny Pearce, sem starfar við götun í New York-borg, segir að „nashyrningalokkurinn“ hafi slegið í gegn hjá þeim sem safna hinum ýmsum lokkum á líkamann. Hann bætir við að lokkurinn hjálpi þeim að móta þeirra eigin stíl. 

Spurning flestra sem hafa séð „nashyrningalokk“ hefur snúist um hversu sárt það er að láta gata nefbroddinn.

„Í samanburði við götun á öðrum líkamspörtum, getur nashyrningalokkurinn leitt til frekari óþæginda á meðan götun stendur yfir en líka í nokkurn tíma eftir á. Ástæðan er að þetta svæði er mjög viðkvæmt og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að reynslumikið fólk sjái um að gata þennan stað,“ segir Pearce.

Hann bætir því við að óviðeigandi aðferðir við að gata og notkun óvandaðs skarts séu helstu ástæður þess að fólk fái sýkingu í gat. 

New York Post

@rainlalin the long awaited piercing Q&A video #fyp #xyzbca #piercing #alt #lgbt ♬ Limbo - Freddie Dredd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda