Patrekur Jaime gefur förðunarráð fyrir verslunarmannahelgina

Patrekur Jaime er á leiðinni á Þjóðhátíð.
Patrekur Jaime er á leiðinni á Þjóðhátíð. Ljósmynd/Aðsend

Í tilefni þess að Þjóðhátíð og flestar útihátíðir landsins hefjast í dag heyrði blaðamaður Smartlands í raunveruleikastjörnunni Patrek Jaime sem er á leiðinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Patrekur veit allt um förðun og húðumhirðu en til þess að förðunin hans haldist alla helgina ætlar hann að halda góðum raka í húðinni og nota nóg af „setting-spreyi. Patrekur Jaime ætlar að mála sig frekar náttúrulega á Þjóðhátíð í ár og leyfa þannig sjarmanum að njóta sín. Eins og margir hátíðargestir, þá vonast hann eftir góðu veðri og er spenntur að njóta sín á eyjunni grænu.

Hvaða snyrtivöru getur þú ekki lifað án?

„Ég get ómögulega komist af án bronsers og þá sérstaklega ekki krem bronsersins Hot Bronzer frá förðunarmerkinu Chilli in June.“

Hvernig málar þú þig dagsdaglega?

„Ég mála mig frekar „basic“. Ég nota hyljara, meik, kremaðan kinnalit, bronser og maskara.“

Hvernig ætlar þú að mála þig á Þjóðhátíð? 

„Ég held ég verði frekar náttúrulegur, finnst það alltaf best á útihátíðum.“

Veistu um góðar vörur sem hjálpa til við að halda förðuninni góðri á t.d. á útihátíð?

„Gott rakakrem og „setting spray“ er algjört „must“.

Hver eru helstu förðunarmistök sem fólk getur gert á útihátíðum?

„Að vera of mikið málað, sérstaklega ef það er rigning.“

Patrekur ætlar að huga vel að húðinni yfir Þjóðhátíð.
Patrekur ætlar að huga vel að húðinni yfir Þjóðhátíð. Ljósmynd/Aðsend

Hvað ætlar þú að gera yfir verslunarmannahelgina til þess að hugsa sem best um húðina?

„Ég ætla reyna þrífa hana vel áður en ég fer að sofa og setja á mig gott rakakrem á eftir.“

En hvernig ætlar þú að hafa hárið?

„Annað hvort léttar krullur eða setja hárið upp í teygju.“

Patrekur lætur veðrið sjaldan á sig fá á Þjóðhátíð enda …
Patrekur lætur veðrið sjaldan á sig fá á Þjóðhátíð enda kann hann svo sannarlega að skemmta sér. Ljósmynd/Aðsend

Hvað er planið varðandi förðun og hár ef það kemur rigning í eyjum?

„Góð pæling. Ég er að „manifesta“ sól.“

Áttu sniðuga sögu frá Þjóðhátíð sem þú vilt deila?

„Ég handleggsbraut mig í brekkunni árið 2019. Það var hrikalegt á þeim tíma en fyndið þegar ég hugsa um það í dag.“

Patrik kann að taka sjálfum sér ekki of alvarlega.
Patrik kann að taka sjálfum sér ekki of alvarlega. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál