Sanna Marin hleypti innri rokkaranum út

Sanna Marin tók sig vel út í leðri.
Sanna Marin tók sig vel út í leðri. Skjáskot/Instagram

Sanna Marin, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, hleypti innri rokkaranum út á tónlistarhátíðinni Flow sem fram fór í Helsinki um helgina.

Hún vakti töluverða athygli fyrir djarfan klæðaburð, en á fyrsta degi hátíðarinnar mætti hún leðurklædd frá toppi til táar.

Marin, 38 ára, birti myndaseríu á Instagram-síðu sinni á þriðjudag og gaf skemmtilega innsýn í stemningu helgarinnar. Af myndum að dæma þá mætti Marin á flesta viðburði hátíðarinnar og skemmti sér drottningarlega.

Færsla Marin vakti mikla lukku meðal fylgjenda hennar og voru margir sem hrósuðu henni fyrir fataval.

View this post on Instagram

A post shared by Sanna Marin (@sannamarin)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda