Eru níðþröngu gallabuxurnar komnar aftur?

Sumir gætu þurft að að fara lengst aftur í fataskápinn …
Sumir gætu þurft að að fara lengst aftur í fataskápinn til að sækja þröngu gallabuxurnar aftur. Aðrir fóru aldrei úr þeim. Ljósmynd/Samsett mynd

Tískan fer í hringi og allt það en oft koma stílar til baka sem við erum ekki alveg tilbúin fyrir aftur. Níðþröngu gallabuxurnar, sem oft voru kallaðar jeggings, orð sem marga sjálfsagt hryllir við, er ein af þeim flíkum. 

Árið er 2008 og blaðamaður á minningu er hún tróð sér í svo þröngar og teygjanlegar buxur frá merkinu Cheap monday, lagðist svo á bakið í rúmið til að geta rennt þeim almennilega upp. Þegar hugsað er til baka er auðvelt að hrylla við endurkomu flíkinnar. 

Það er líklegt að margir tengi við þessa minningu en svo eru aðrir sem fóru aldrei úr þeim og neita að vera þrælar tískunnar. Undanfarin ár hefur tískuheimurinn svo verið að breytast á ógnarhraða og mismunandi snið í tísku á sama tíma og miklar andstæður í gangi.

Gallabuxur eru ein klassískasta flíkin sem við eigum í fataskápnum en á hverju ári breytast sniðin og litirnir. Þröngu voru vinsælar í mörg ár áður en þær fóru að víkka. Á síðustu árum höfum við séð allar tegundir af gallabuxum hjá frægustu tískuhúsum heims en það er sem betur fer ekki allt sem festist. En loks þegar við erum að venjast víðu buxunum þá er öllu snúið á hvolf og þröngu buxurnar komnar aftur.

Ofurfyrirsætan Kate Moss var drottning þröngu gallabuxnanna í kringum árið 2006 og klæddist þeim ýmist við ökkla- eða upphá stígvél. Hedi Slimane, listrænn stjórnandi Celine, hefur nokkrum sinnum á síðustu árum sent svoleiðis flíkur niður tískupallanna en ekki haft erindi sem erfiði.

Nú hefur hins vegar orðið breyting á. Fyrir haustið þetta árið sáust þröngu buxurnar á tískupöllum Miu Miu, Prada, Louis Vuitton og Dsquared2. Það lítur allt út fyrir að fólk þurfi að fara lengst aftur í fataskápinn og draga þröngu gallabuxurnar aftur fram.

Frá tískusýningu Miu Miu fyrir haust/vetur 2024-2025.
Frá tískusýningu Miu Miu fyrir haust/vetur 2024-2025. Ljósmynd/Skjáskot Instagram
Lila Moss fetar í fótspor móður sinnar og klæðist þröngum …
Lila Moss fetar í fótspor móður sinnar og klæðist þröngum gallabuxum. Buxur úr ZÖRU og kosta 5.595 kr.
Balenciaga sýndi þröngar gallabuxur í haustlínu sinni 2024.
Balenciaga sýndi þröngar gallabuxur í haustlínu sinni 2024.
Frá tískusýningu Miu Miu fyrir haust/vetur 2024-2025.
Frá tískusýningu Miu Miu fyrir haust/vetur 2024-2025. Ljósmynd/Skjáskot Instagram



Gallabuxur frá Mother, fást í Aftur.
Gallabuxur frá Mother, fást í Aftur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál