Litaði brúðarkjólinn bleikan og notaði aftur

Gemma litaði kjólinn bleikan og notaði hann aftur.
Gemma litaði kjólinn bleikan og notaði hann aftur. Ljósmynd/Skjáskot Instagram

Það er oft spurning um hvað á að gera við brúðarkjólinn eftir brúðkaupið. Sumar selja hann til annarra til að nota en hjá mörgum öðrum hangir hann ónotaður upp í skáp það sem eftir er. Þykir það oft vera mikil synd vegna þess hve falleg og dýr flíkin getur verið. Breski stílistinn Gemma Sort Chilvers fór hins vegar óhefðbundna leið, litaði brúðarkjólinn ljósbleikan og notaði í brúðkaup vinkonu sinnar. 

„Eyddi vikunni á Sikiley í gullfallegu brúðkaupi. Það skemmtilega var að ég gat notað brúðarkjólinn minn aftur, ég litaði hann bleikan,“ skrifaði Gemma á Instagram.

Ætlar að lita hann aftur

„Þegar ég keypti kjólinn fannst mér sniðið svo klassískt og ég ímyndaði mér að hann yrði einnig gullfallegur í öðrum lit,“ sagði Gemma í viðtali við breska Vogue. Hún mælir með að fólk finni einhvern sem er vanur í þetta verkefni og prófi að lita lítinn hluta af efninu áður til að sjá hvernig liturinn tekur sig. Hún hafði stytt kjólinn og átti því efnisbút til að prófa sig áfram með.

Þetta er ekki í síðasta skiptið sem hún liti kjólinn heldur sér hún fram á að lita hann rauðan og loks svartan. „Þessi kjóll í svörtu verður svo í skápnum mínum að eilífu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál