Inn úr kuldanum eftir slaufun

John Galliano sér fram á betri tíð.
John Galliano sér fram á betri tíð. AFP

John Galliano fatahönnuður virðist vera kominn inn úr kuldanum eftir að hafa verið slaufað árið 2011 og ekki sér fyrir endann á upprisu hins fallna fatahönnuðar. 

Galliano sem er 63 ára er tilnefndur til bresku tískuverðlaunanna í ár fyrir vinnu sína fyrir tískuhúsið Maison Margiela en Galliano hefur verið listrænn stjórnandi þar síðan árið 2014. Meðal tilnefndra eru hönnuðir á borð við Miuccia Prada og Jonathan Anderson.

Galliano var fundinn sekur fyrir kynþáttahatur eftir að hann sýndi ógnandi tilburði undir áhrifum áfengis á knæpu í París. Þar lét hann út úr sér orðaflaum gyðingahaturs og sagðist meðal annars elska Hitler. Eftir hneykslið lét hann sig hverfa og fór í meðferð sem Naomi Campbell fyrirsæta borgaði fyrir.

Síðan þá hefur hann látið lítið fyrir sér fara en þó vakti það athygli þegar hann var fenginn til þess að hanna klæðnað Kim Kardashian, Zendaya og Bad Bunny fyrir Met Gala fyrr á árinu. Þá eru lausar stöður listræns stjórnanda hjá Chanel og Givenchy og margir telja líklegt að annað hvort tískuhúsanna leiti til Galliano.

Kim Kardashian í hönnun Galliano.
Kim Kardashian í hönnun Galliano. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál