Barnaþrælkun í verksmiðjum Shein

Kínverski netsölurisinn Shein hefur hlotið harða gagnrýni að undanförnu.
Kínverski netsölurisinn Shein hefur hlotið harða gagnrýni að undanförnu. AFP

Kínverski netsölurisinn Shein hefur greint frá því að tvö tilvik barnaþrælkunar hafi átt sér stað á síðasta ári tengd birgjum sínum. 

Fyrirtækið segist hafa hætt tímabundið í viðskiptum við fyrirtækin sem áttu hlut að málunum og segist ekki ætla að hefja aftur viðskipti við þau fyrr en málin hafa verið útkljáð. 

„Bæði málin voru leyst hratt með úrbætum, þar á meðal uppsögnum á starfsfólki undir lögaldri, úthlutun ógreiddra launa, bókun á læknisskoðunum og hjálp við að senda börnin heim til foreldra eða forsjáraðila þeirra,“ er haft eftir talsmanni Shein í umfjöllun BBC.

Hlotið harða gagnrýni

Netsölurisinn hefur hlotið harða gagnrýni að undanförnu, meðal annars vegna magns eiturefna sem hafa fundist í vörum þeirra og orðróms um slæma meðferð starfsfólks í verksmiðjum fyrirtækisins. 

Shein segist nú hafa hert stefnu sína um birgja. Þá segir fyrirtækið einnig að nýju reglurnar hafi samstundis rift samningi við þá birgja sem leyfa barnaþrælkun eða aðra nauðungarvinnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál