Söngkonan og einn mesti töffari Íslands, Ragnhildur Gísladóttir, var í miklu fjöri á Menningarnótt um helgina og söng á nokkrum stöðum um borgina. Til dæmis í Hörpu. Fötin hennar vöktu mikla athygli sem oft áður en hún var klædd í víðar gallabuxur, hvíta skyrtu og með silkiklút um hálsinn.
Gallabuxurnar eru frá íslenska fatamerkinu Aftur. Þær eru saumaðar hér á landi úr endurnýttum efnum og eru engar buxur eins.
Smartland hefur tekið saman nokkrar flíkur fyrir þau sem heilluð eru af stílnum hennar Röggu.