Er ofurkonujakkinn dauður?

Guðlaug Rakel Guðjóns­dótt­ir, Inga Tinna Sigurðardóttir og Sólveig R. Guðmundsdóttir …
Guðlaug Rakel Guðjóns­dótt­ir, Inga Tinna Sigurðardóttir og Sólveig R. Guðmundsdóttir eru hrifnar af jakkanum.

Ein vinsælasta flík íslenskra kvenna síðustu árin hefur sennilega verið „ofurkonujakkinn“ góði, Logo Blazer frá Polo Ralph Lauren. Upphaflega var hann hvað vinsælastur á meðal kvenna úr atvinnulífinu og fékk þess vegna þetta nafn.

Vinsældir hans eru auðskiljanlegar. Hann er flottur, fæstir deila um það, passar við margt í fataskápnum og er vönduð flík frá þekktu fatamerki. Uppteknustu konur landsins eru því fljótar að koma sér út á morgnanna, jakkinn er orðinn besti vinurinn og mest notaða flíkin. Í honum er hægt að mæta fínn á fund en líka í kokteilboð eftir vinnu, ekkert vesen. 

Dragtarjakkar fást í flestum fataverslunum landsins og ætli flestar konur eigi ekki einn svartan inn í skáp. Blaðamaður situr í einum núna við skrifborðið en það vantar reyndar lógó-ið. Umræddur jakki hefur verið mjög áberandi. Af hverju hefur hann verið svona vinsæll? Er það merkið á vinstra brjóstinu sem er orðið einhverskonar stöðutákn á meðal íslenskra kvenna?

„Ætli hann sé ekki svona vinsæll því hann er úr þægilegu og teygjanlegu efni. Stærðirnar eru líka þannig að hann hentar bæði minni og stærri konum. Svo finnst íslenskum konum alveg gaman að vera með og sýna lógóið. Ég held að það sé stór sölupunktur,“ segir Helena Björg Hafliðadóttir, verslunarstjóri í Mathilda, þar sem jakkinn fæst.

Góð sala á jakkanum hér á landi hefur einnig vakið athygli framleiðanda. „Lógójakkarnir eru auðvitað alltaf mjög vinsælir. En ég held að þetta sé búið að vera svolítið einsdæmi hér, þeir tala svolítið þannig.“

Ofurkonujakkinn er til í mörgum útfærslum.
Ofurkonujakkinn er til í mörgum útfærslum. Samsett mynd
Helena Hafliðadóttir verslunarstjóri í Mathildu.
Helena Hafliðadóttir verslunarstjóri í Mathildu.

Nú vinsæll hjá öllum konum

Tískustraumar sem þessir koma og fara en yfirleitt er hægt að benda á vinsæla hluti hverrar tíðar fyrir sig. Dæmi: Gucci-beltið. Það sést mun minna af þeim fylgihlut á buxnastreng landsmanna en fyrir um það bil fimm árum. En svo ég vitni í eitt vinsælasta hlaðvarp landsins, er komið gott af jakkanum?

„Nei, í rauninni ekki. Við fáum mismunandi útfærslu af jakkanum á hverri árstíð. Það eru sumar sem eiga alla liti og vilja fá sér hann með leðurbótum til dæmis til að poppa þetta aðeins upp. Svo núna erum við komnar með aðeins meiri leið á bláum og svörtum en erum að fara aðeins meira út í litina,“ segir hún.

Helena er sammála þeirri staðreynd að fyrst um sinn hafi jakkinn verið kenndur við konur í atvinnulífinu. „Já það var það fyrst en nú finnst mér hann vera vinsæll hjá öllum konum. Þær sjá aðrar konur í jakkanum og fylgja eftir.“

Ertu með grófa tölu á hversu marga þið hafið selt síðustu ár? „Mjög marga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda