Helstu tískustraumarnir fyrir haustið

Þykkar peysur, hlébarðamynstur, glansandi leður og flæðandi kjólar verður vinsælt …
Þykkar peysur, hlébarðamynstur, glansandi leður og flæðandi kjólar verður vinsælt í vetur. Ljósmynd/Samsett mynd

Hausttískan þykir oft skemmtilegust hér á landi enda fyllast verslanirnar af fatnaði sem við Íslendingar getum í alvörunni notað, annað en þunnu blómakjólana og hörskyrturnar sem ganga upp á okkar einstöku sólardögum. Á haustin sækjum við í prjónaðar peysur, stígvél og stórar ullarkápur. 

Smartland tók saman lista yfir það sem vinsælt verður í haust- og vetrartískunni.

Bóhem og hippastíll 

Chemena Kamali tók við sem listrænn stjórnandi Chloé síðasta haust og sýndi fyrstu línuna sína fyrir franska tískuhúsið í febrúar fyrr á þessu ári. Línan vakti mikla athygli á tískuvikunni og þótti ný og fersk. Skyrtur og kjólar voru hippalegir og rómantískir og mikið var um jarðarliti, vínrauðan í bland við gallaefni. Það má búast við að þessi tíska komi sterk inn í vetur eftir stílhreina útlitið sem hefur verið nánast allsráðandi síðustu ár.
Chloé og Rabanne fyrir haust/vetur 2024.
Chloé og Rabanne fyrir haust/vetur 2024.
H&M, 6.995 kr.
H&M, 6.995 kr.
Zara kjóll, 33.995 kr.
Zara kjóll, 33.995 kr.
Kjóll frá Saks Potts, fæst í Andrá og kostar 99.900 …
Kjóll frá Saks Potts, fæst í Andrá og kostar 99.900 kr.

Dýramynstur

Það á ekki að losa sig við hlébarðamynstruðu flíkurnar sínar, heldur hvíla þær í nokkur ár ef fólk er komið með leið. Mynstrið kemur nefnilega alltaf aftur. Klassíska hlébarðamynstrið hefur verið mjög áberandi í ár og mun vera það áfram en í vetur má einnig búast við að önnur dýramynstur bregði sér einnig fyrir. 

Balenciaga og Zimmermann fyrir haust/vetur 2024.
Balenciaga og Zimmermann fyrir haust/vetur 2024.
Ganni kjóll, fæst í Andrá og kostar 44.900 kr.
Ganni kjóll, fæst í Andrá og kostar 44.900 kr.
Gallabuxur með hlébarðamynstri. Fást í Galleri Sautján, GK Reykjavík og …
Gallabuxur með hlébarðamynstri. Fást í Galleri Sautján, GK Reykjavík og Companys. Kosta 16.995 krónur.
Stuttur jakki frá Noella. Fæst í FOU22 og kostar 18.900 …
Stuttur jakki frá Noella. Fæst í FOU22 og kostar 18.900 kr.

Glansandi leður

Leðrið kemur alltaf sterkt inn á haustin en nú er það með glansandi áferð í litum eins og ljósbrúnu, vínrauðu og grænu. Svart leður er þó alltaf í tísku. Leðrið var áberandi í yfirhöfnum, skyrtum og buxum hjá tískuhúsum eins og Chloé, Gucci og Valentino.

Chloé og Gucci fyrir haust/vetur 2024.
Chloé og Gucci fyrir haust/vetur 2024.
Glansandi leður hjá Ferragamo fyrir haust/vetur 2024.
Glansandi leður hjá Ferragamo fyrir haust/vetur 2024.
Glansandi leðurjakki úr Zöru, 22.995 kr.
Glansandi leðurjakki úr Zöru, 22.995 kr.

Tvöfalt gallaefni

Gallaefni er alltaf klassískt og efni sem sést á tískupöllum á hverri árstíð. Margir lofa endurkomu þröngu gallabuxnanna á meðan aðrir halda sig áfram í víðu buxunum. Á tískupöllum Miu Miu, Victoria Beckham og Christian Dior mátti sjá skyrtu eða jakka úr gallaefni við gallabuxur. 

Miu Miu, Schiaparelli og Victoria Beckham fyrir haust/vetur 2024.
Miu Miu, Schiaparelli og Victoria Beckham fyrir haust/vetur 2024.
Gallajakki frá Stine Goya, fæst í Andrá og kostar 37.900 …
Gallajakki frá Stine Goya, fæst í Andrá og kostar 37.900 kr.
Rotate gallajakki, fæst í GK Reykjavík og kostar 53.995 kr.
Rotate gallajakki, fæst í GK Reykjavík og kostar 53.995 kr.
Gallabuxur með glimmeri, fást í Vero Moda og kosta 11.990 …
Gallabuxur með glimmeri, fást í Vero Moda og kosta 11.990 kr.
Gallajakki frá Second Female, fæst í FOU22 og kostar 22.900 …
Gallajakki frá Second Female, fæst í FOU22 og kostar 22.900 kr.
Gallabuxur frá Second Female, fást í FOU22 og kosta 19.900 …
Gallabuxur frá Second Female, fást í FOU22 og kosta 19.900 kr.

Gegnsætt

Gegnsætt efni verður vinsælt í vetur og þá aðallega í kjólum, pilsum og toppum. Hjá tískuhúsunum Ferragamo, Gucci, Alberta Ferretti og Chloé voru svartur, dökkblár, grænn og rauðir litir áberandi. Svo að þessi tíska getið gengið upp hér þá er ráð að skella sér í þykkan jakka eða kápu í sama lit yfir.

Gucci og Ferragamo fyrir haust/vetur 2024.
Gucci og Ferragamo fyrir haust/vetur 2024.
Kjóll frá Vero Moda, 8.690 kr.
Kjóll frá Vero Moda, 8.690 kr.
Blúndusamfella frá Gestuz, fæst í Andrá og kostar 19.900 kr.
Blúndusamfella frá Gestuz, fæst í Andrá og kostar 19.900 kr.

„Ömmupeysur“

Eitthvað sem við þurfum að eiga nóg af hér á landi er falleg og hlý peysa. Hnepptar ullarpeysur, oft kenndar við ömmur og eldri konur, verða vinsælar sem aldrei fyrr. Á tískupöllunum voru þær notaðar við stutt pils eða víðar buxur, bæði mynstraðar, litríkar eða stílhreinar. 

Chanel, Ferragamo og No.21 fyrir haust/vetur 2024.
Chanel, Ferragamo og No.21 fyrir haust/vetur 2024.
Hneppt peysa frá Blanche, fæst í Húrra Reykjavík og kostar …
Hneppt peysa frá Blanche, fæst í Húrra Reykjavík og kostar 26.990 kr.
Peysa frá Lindex. Kostar 9.999 kr.
Peysa frá Lindex. Kostar 9.999 kr.
Ullarpeysa frá Rosemunde. Fæst í Karakter og kostar 29.995 kr.
Ullarpeysa frá Rosemunde. Fæst í Karakter og kostar 29.995 kr.

Kögur

Vinsældir kögursins koma frá kúrekastílnum sem hefur verið gríðarlega vinsæll síðustu mánuði. Kúrekatískan verður enn vinsæl og þó rúskinnsjakkar með kögri munu verða vinsælir þá má líka búast við að sjá kögur í kjólum og pilsum.

Ferragamo og Christian Dior fyrir haust/vetur 2024.
Ferragamo og Christian Dior fyrir haust/vetur 2024.
Kögurtoppur frá Essential Antwerp. Fæst í Mathilda og kostar 36.990 …
Kögurtoppur frá Essential Antwerp. Fæst í Mathilda og kostar 36.990 kr.
Kögurjakki frá Polo Ralph Lauren. Fæst í Mathilda og kostar …
Kögurjakki frá Polo Ralph Lauren. Fæst í Mathilda og kostar 299.990 kr.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda