Ættirðu að fá þér glimmergallabuxur?

Glitrandi buxur lífga upp á gráu dagana.
Glitrandi buxur lífga upp á gráu dagana.

Stutta svarið er já.

Glitrandi gallabuxur sáust hjá nokkrum tískuhúsum fyrir veturinn og er kærkomin uppfærsla á einni uppáhaldsflík landsmanna. Í þessum buxum geturðu skellt þér í hælaskó og farið fínt út að borða, í næsta partý eða jafnvel í vinnuna á fínum föstudegi. 

Breski fatahönnuðurinn Stella McCartney gekk alla leið og hlóð silfurlituðum pallíettum framan á bláar og víðar gallabuxur. Japanski hönnuðurinn Jun Takahashi, listrænn stjórnandi Undercover, var undir áhrifum kúrekanna og setti gyllt glimmerkögur niður hliðina á buxunum. 

Frá haust- og vetrarlínu Stellu McCartney fyrir veturinn 2024/2025.
Frá haust- og vetrarlínu Stellu McCartney fyrir veturinn 2024/2025.
Haust- og vetrarlína Versace fyrir árið 2024/2025.
Haust- og vetrarlína Versace fyrir árið 2024/2025.
ZARA, 15.995 kr.
ZARA, 15.995 kr.
Vero Moda, 11.990 kr.
Vero Moda, 11.990 kr.

Beint í Föndru

Þessar buxur munu lífga upp á gráa daga. Nokkrar mismunandi útgáfur fást í verslunum hér á landi en þau listrænu geta gert sér ferð í Föndru og hannað sínar eigin einstöku gallabuxur með límbyssuna að vopni.

Úr haust- og vetrarlínu Undercover fyrir haust/vetur 2024/2025.
Úr haust- og vetrarlínu Undercover fyrir haust/vetur 2024/2025.
Gallabuxur frá Munthe sem fást í Companys, 66.995 kr.
Gallabuxur frá Munthe sem fást í Companys, 66.995 kr.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda