Bestu rakakremin fyrir kólnandi veður

Hið fullkomna rakakrem er vandfundið.
Hið fullkomna rakakrem er vandfundið. Unsplash/Cheyenne Doig

Þegar kólnar fer í veðri fara margir að endurnýja vörur í snyrtitöskunni. Hin mikla leit að hinu fullkomna rakakremi heldur áfram en hér höfum við tekið saman nokkur klassísk og góð sem hægt er að treysta á.

Weleda Skin Food

Þetta krem grípa margir í þegar veturinn nálgast. Skin Food er klassískt alhliða krem sem hefur verið til lengi og er á góðu verði. Kremið er þykkt og veitir húðinni mikinn raka þegar hún er þurr. Það verður traustur vinur í skápnum þá daga sem húðin þarf á ást að halda.

Weleda Skin Food, 3.399 kr.
Weleda Skin Food, 3.399 kr.

Guerlain Abeille Royale Honey Treatment dagkrem

Vörurnar úr þessari línu byggja á mætti hunangsins. Hunangsdagkremið frá Guerlain á að draga úr fínum línum, yngja upp húðina og mýkja hana. Getur það orðið betra?

Guerlain Abeille Royale Honey Treatment.
Guerlain Abeille Royale Honey Treatment.

Eucerin Dermopurifyer Oil Control Mattifying Fluid

Eucerin er í uppáhaldi margra og þetta krem er fyrir þau sem eru með olíumikla húð. Það dregur úr roða, gefur húðinni raka og ræðst á bólur og bletti. Kremið þurrkar ekki húðina og er frábært fyrir þá sem hafa tilhneigingu til að glansa. 

Eucerin Dermo Purifyer, 2.998 kr.
Eucerin Dermo Purifyer, 2.998 kr.

CeraVe rakakrem

CeraVe þekkja margir en þetta krem er laust við alla stæla. Það er ilmefnalaust, olíulaust, inniheldur hýalúron-sýru og er fullkomið fyrir venjulega og þurra húð. Rakakremið hjálpar húðinni að styrkja varnir húðarinnar og endurnýjar ysta lag hennar. Það má nota kremið á andlit og líkama. 

CeraVe Moisturizing Cream, 4.649 kr.
CeraVe Moisturizing Cream, 4.649 kr.

Kiehl's Ultra Facial Cream

Kiehl's sló í gegn þegar það kom loks hingað til lands fyrir nokkrum árum. Ultra Facial Cream er eitt vinsælasta kremið frá Kiehl's, það jafnar áferð húðarinnar og hentar mörgum húðtýpum. Þetta er fullkomið fyrir þau sem vilja aðeins fríska upp á húðina og þurfa sérstaklega mikinn raka.

Kiehl's Ultra Facial Cream, 6.199 kr.
Kiehl's Ultra Facial Cream, 6.199 kr.

Chanel Hydra Beauty Micro Creme

Hydra Beauty kremið frá Chanel hentar fyrir þau sem vilja mikinn raka án þess að finnast húðin verða klístruð. Þetta krem er frábært fyrir þennan árstíma.

Chanel Hydra Beauty.
Chanel Hydra Beauty.

BIOEFFECT Hydrating Cream

Rakakremið frá BIOEFFECT á að veita húðinni fullkominn raka sem endist allan daginn. Kremið er létt en nærandi og er búið til úr hreinum efnum eins og íslensku vatni, EGF úr byggi, hýalúronsýru og E-vítamíni. Þeir sem eru hrifnir af vörunum frá BIOEFFECT ættu ekki að verða svekktir með þetta krem.

BioEffect Hydrating Cream, 12.990 kr.
BioEffect Hydrating Cream, 12.990 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál