Nú er tíminn fyrir vetrarlegri skóbúnað. Strigaskórnir verða að fá að víkja fyrir grófum stígvélum, rúskinni og mokkasínum. En hvernig skór koma til með að vera í tísku í vetur?
Á tískupöllunum fyrir veturinn voru eins og oft áður, mjög margar tegundir af skóm.
Brúnt rúskinn sást hjá Isabel Marant, gróf mótorhjólastígvél hjá Burberry og mokkasínur
Á tískupöllunum fyrir veturinn voru margar mismunandi tegundir af skóm. Gróf mótórhjólastígvél, reimuð og flatbotna stígvél, kúrekastígvél og klassísk með hæl. Það sem heppilegt er að einhver pör gætu leynst í fataskápnum nú þegar.
Fyrir þá sem hafa hvorki tíma né áhuga á að þræða flestar búðir landsins þá höfum við tekið saman lista þar sem flestar ættu að finna stígvél við sitt hæfi.
Þessi stígvél eru komin aftur og þau geturðu notað við margt, sett þröngar gallabuxur ofan í eða verið í kjól og sokkabuxum. Þau munu koma sér vel í öllum veðrum.
Rúskinn verður áberandi í jökkum, stígvélum og jafnvel pilsum í haust og þá aðallega í dökkbrúnum lit. Þó þetta sé ekki praktískasta efnið hér á landi þá koma alveg örugglega þurrir dagar til að klæðast rúskinnsstígvélum.
Klassíski haustskórinn kemur þetta árið með hæl eða flatbotna, þú ræður. Ítalska fatamerkið Gucci gefst ekki upp á þessum skó og kemur með hann í nýrri útgáfu á hverju ári. Mokkasínur eru fullkomnar á haustin, áður en það verður of kalt og svo aftur á vorin. Mokkasínur má nota við allt, gallabuxur, dragtarbuxur, kjóla og pils.