Hvað er á óskalistanum fyrir haustið?

Gríma Björg Thorarensen, Þórhildur Þorkelsdóttir, Irena Sveinsdóttir og Elín María …
Gríma Björg Thorarensen, Þórhildur Þorkelsdóttir, Irena Sveinsdóttir og Elín María Björnsdóttir. Samsett mynd

Haustið er besti tím­inn til fata­kaupa því versl­an­irn­ar fyll­ast af flott­um og hlýrri fatnaði. Á þessum árstíma láta margir eins og eina flík eftir sér. Nokkrar konur voru spurðar hvað væri helst á óskalistanum.

Gríma Björg Thorarensen, innanhúshönnuður

„Efst á óskalistanum mínum fyrir haustið eru tuxedo-buxur úr Aftur. Í mínum huga fullkomin klassísk og fjölnota flík sem hægt er að klæða bæði upp og niður fyrir utan það að þær eru fáránlega þægilegar og smart. Eins finnst mér alltaf extra gaman að kaupa og klæðast íslenskri hönnun.“

Gríma Björg Thorarensen.
Gríma Björg Thorarensen.
Grímu finnst gaman að kaupa íslenska hönnun og langar í …
Grímu finnst gaman að kaupa íslenska hönnun og langar í buxur frá Aftur fyrir haustið. Þær kosta 62.700 kr.

Elín María Björnsdóttir, forstjóri Valhalla Group

„Ég elska haustið og þá er tími til að pakka saman sumarfötunum, sem komu reyndar lítið að gagni hér á landi í sumar, og taka fram vetrarfötin. Þá sér maður eitt og annað sem er komið á tíma og ekki vitlaust að kaupa nýjar flíkur sem passa við gamlar.

Efst á óskalistanum fyrir haustið trónir kamellituð ullarkápa sem mér finnst maður verða að eiga. Ég vil alltaf eiga eina svarta, eina hvíta og eina kamellitaða kápu. Ég keypti mér eina þannig fyrir tíu árum sem hefur reynst vel en það er klárlega kominn tími á að fjárfesta í nýrri flík. Ég er búin að finna draumakápuna frá LaSalle í Hjá Hrafnhildi og er kápa sem ég get notað við allar aðstæður. En svo sé ég fram á að endurnýja föt eins og gallabuxur, hvíta skyrtu og hælaskó. Síðan hefur mig lengi langað í hring frá Hildi Hafstein og síða gullhálsmenið. Þeir sem þekkja mig vita að það er alltaf fleira en eitt á óskalistanum mínum og stundum rætast óskirnar.“

Elín María Björnsdóttir.
Elín María Björnsdóttir.
Kamellituð kápa frá La Salle. Fæst í Hjá Hrafnhildi og …
Kamellituð kápa frá La Salle. Fæst í Hjá Hrafnhildi og kosta 88.980 kr.
Hringur frá Hildi Hafstein, 20.900 kr.
Hringur frá Hildi Hafstein, 20.900 kr.
Hálsmen frá Hildi Hafstein, 34.900 kr.
Hálsmen frá Hildi Hafstein, 34.900 kr.

Elísabet Gunnarsdóttir, áhrifavaldur og stofnandi Trendnet

„Ég get ekki hætt að hugsa um nýjan bomber frá 66°Norður sem ég rakst á um daginn, úlpa en í bomber-sniði mega skvísó. Ég held að það væri ekki vitlaust að fjárfesta í grófum stígvélum, vil helst hafa þau upp á hné og geta notað þau við sokkabuxur og víðar stuttbuxur, en ég hef ekki ennþá fundið þau einu réttu. Mig langar að bera einfalt elegant skart í haust og eiga svo nokkra klúta til að leika mér með að dressa á mismunandi vegu; bundið á veskið, í hárið, um hálsinn eða annað.“
Elísabet Gunnarsdóttir er alltaf flott klædd.
Elísabet Gunnarsdóttir er alltaf flott klædd.
Bomber-úlpa frá 66°Norður, 62.000 kr.
Bomber-úlpa frá 66°Norður, 62.000 kr.

Tania Lind Fodilsdóttir, markaðsstjóri hjá MOSS

„Það var miklu erfiðara en ég hélt að velja einn hlut svo hér er langur listi. Ég elska haustið og klæðaburðinn yfir þennan tíma og þetta er eina árstíðin þar sem mér finnst ég þurfa að endurnýja yfirhafnir og fylgihluti,“ segir Tania.

„En á óskalistanum fyrir haustið er rúskinnstaska í brúnum eða mosagrænum lit. Ullarjakki eða góð kápa, dökkbrúnn rúskinnsjakki og svo er ég að falla fyrir Adidas-joggingbuxnatískunni. Ég þrái rauðar eða grænar með hvítum röndum.

Ég er nýbúin að fá mér Acne Studios Musubi-hliðartösku en efst á óskalistanum er líka Noëmie YSL-rúskinnstaskan í ljósu eða dökkbrúnu og dökkbrún Le Cambon-taska frá Manu Atelier. New Balance/MiuMiu-strigaskórnir og dökkbrúnn rúskinnsjakki frá Massimo Dutti.“

Haustið er uppáhaldstími Töniu Lindar.
Haustið er uppáhaldstími Töniu Lindar.
Rúskinnsjakki frá Massimo Dutti, 38.400 kr.
Rúskinnsjakki frá Massimo Dutti, 38.400 kr.
Taska frá Manu Atelier, 104.100 kr.
Taska frá Manu Atelier, 104.100 kr.
Brúnn rúskinnsjakki við gallabuxur frá Gucci.
Brúnn rúskinnsjakki við gallabuxur frá Gucci.
Rúskinnstaska frá Saint Laurent er klassísk.
Rúskinnstaska frá Saint Laurent er klassísk.

Irena Sveinsdóttir, nemi í Listaháskóla Íslands

„Fyrir haustið langar mig í góða lambhúshettu og hef augastað á einni úr Aftur. Hún er úr endurnýttri kasmírull. Þar sem ég labba oftast í skólann og í öllum veðrum væri hentugt að eiga eina svona til að skella á sig þegar fer að kólna,“ segir Irena.
Irena Sveinsdóttir.
Irena Sveinsdóttir.
Irenu langar í lambhúshettu frá Aftur og sér mikið notagildi …
Irenu langar í lambhúshettu frá Aftur og sér mikið notagildi í henni. Hún kostar 27.900 kr.

Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Brú Strategy

„Brúnn rúskinnsjakki. Rúskinn verður út um allt í haust en í mörg ár hefur mig dreymt um klassískan brúnan rúskinnsjakka. Hann poppar upp hvaða dress sem er og er skemmtilega 70‘s. Ég hef trú á að ég finni draumajakkann bráðum. Svo er það gott ilmvatn. Mér finnst mjög næs að skipta um ilmvatn eftir árstíðum og er á höttunum eftir mjúkum og góðum haustilmi. Væri ekki verra að detta inn á góð ilmkerti í svipuðum dúr enda fátt meira kósí en kertaljós á haustin. Að lokum er það djúsí ullarpeysa. Hlý peysa úr góðri ull er möst fyrir haustið á Íslandi eða reyndar allar árstíðir ef út í það er farið. Merkið The.Garment sem fæst í Andrá Reykjavík er í miklu uppáhaldi hjá mér og þessi peysa tikkar í öll boxin. Hún yrði mikið notuð.“
Þórhildur Þorkelsdóttir.
Þórhildur Þorkelsdóttir.
Peysa frá The.Garment er á óskalista Þórhildar. Fæst í Andrá …
Peysa frá The.Garment er á óskalista Þórhildar. Fæst í Andrá og kostar 38.900 kr.
Ilmvatn, Glossier You. 12.800 kr.
Ilmvatn, Glossier You. 12.800 kr.

Hrafnhildur Össurardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu

„Efst á óskalistanum fyrir haustið og veturinn er rúskinnsjakki eða -kápa. Sérstaklega smá stór svo maður geti verið í kósí, þykkri peysu undir. Ég get ekki hætt að hugsa um haust- og vetrarlínu Chloé svo ég er með allar klær úti fyrir flíkum í þeim stíl. Til dæmis blússum, kjólum og pilsum með mörgum lögum og pífum í fallegum litum. Ég keypti mér alvörukúrekastígvél í Ameríku í sumar sem ég elska og nota mikið við kjóla og pils. Þetta gæti eða ekki verið harkalega innblásið af Beth Dutton í Yellowstone en það er önnur saga. Sé fyrir að þau smellpassi við þetta væb. Svo er þetta í anda áttunda áratugarins en það er mitt uppáhaldstískutímabil. Svo er ég búin að ákveða að kaupa mér hvíta Gaspard-peysu frá Sézane. Ég á nú þegar gula og ljósbláa, þetta eru svo æðislega mjúkar og vandaðar peysur að ég verð að eignast eina í viðbót.“
Hrafnhildur Össurardóttir.
Hrafnhildur Össurardóttir.
Hrafnhildur keypti sér ekta kúrekastígvél í Ameríku og notar þau …
Hrafnhildur keypti sér ekta kúrekastígvél í Ameríku og notar þau mikið við pils og kjóla.
Flæðandi efni í jarðarlitum frá franska tískuhúsinu Chloé.
Flæðandi efni í jarðarlitum frá franska tískuhúsinu Chloé.
Haust- og vetrarlína Chloé þótti mjög vel heppnuð og má …
Haust- og vetrarlína Chloé þótti mjög vel heppnuð og má nú þegar sjá áhrif hennar í fataverslunum víða.
Gaspard-peysa frá Sézane, 16.600 kr.
Gaspard-peysa frá Sézane, 16.600 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál