Þjóðbúningaklæddir þurfa ekki að borga inn

Í tilefni af 150 ára ártíðar Sigurðar Guðmundssonar málara verður efnt til hátíðadagskrár í Þjóðminjasafni Íslands í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélagið. Sigurður heitinn hannaði Skautbúninginn, sem er einn af þjóðbúningum Íslendinga, á árunum 1858-1860. 

Sigurður var listmálari, búningahönnuður og sviðsmyndagerðarmaður. Hann lærði listmálun í Kaupmannahöfn en eftir heimkomu hafði hann sérstakan áhuga á Þjóðmenningu og klæðnaði Íslendinga. Eitthvað fannst honum vanta upp á þegar kom að klæðaburði landa sinna og lagði hann sitt af mörkum til þess að bæta úr því.

Það var þá sem skautbúningurinn varð til þegar hann endurreisti hátíðabúning íslenskra kvenna. Auk hans hannaði hann kyrtil sem var léttari búningur sem var tilvalinn til að nota á dansleikjum. Sigurður átti stóran þátt í stofnun Fornminjasafnsins sem síðar varð Þjóðminjasafn Íslands. 

Hér má sjá ljósmynd af konu í skautbúningnum.
Hér má sjá ljósmynd af konu í skautbúningnum.

Skautbúningurinn dregur nafn sitt af skautfaldinum sem er oftast nefndur faldur. 

„Skautbúningurinn var úr svörtu klæði, treyjan aðskorin, með löngum, þröngum ermum og náði niður í mitti. Sítt pilsið var fellt allan hringinn en fellingar þéttari að aftan en framan. Í hálsmáli og framan á ermum var hvít blúnda. Treyjan var krækt saman neðst en tekin saman með nælu við hálsmál, höfð opin yfir barmi og þar undir hvítt peysubrjóst, skreytt blúndu eða útsaumi. Á boðungum, um hálsmál og framan á ermum voru breiðir flauelsborðar með gull- eða silfurbaldýruðum blómsveigum og neðan á pilsið var saumaður breiður blómabekkur oftast með samskonar blómum. Saumað var í pilsið með skatteringu, leggsaum, lykkjuspori eða listsaumi. Svartur flauelskantur var neðst á pilsi. Hvítur faldur var á höfði og yfir honum faldblæja. Um faldinn var gyllt koffur. Um mittið var stokkabelti, oftast sprotabelti, brjóstnál var við hálsmál og hnappar á ermum. Við skautbúning klæddust konur svörtum sokkum og skóm,“ segir á vef Heimilisiðnaðarfélagsins.         

Fólk sem mætir í þjóðbúningi fær frítt inn á safnið. 

Sigurði Guðmundssyni málara fannst íslenskar konur ekki nægilega smart til …
Sigurði Guðmundssyni málara fannst íslenskar konur ekki nægilega smart til fara og hannaði skautbúning til að auka glæsileika kvenpeningsins.
Hér er málverk af Sigurði Guðmundssyni málara sem hannaði skautbúninginn.
Hér er málverk af Sigurði Guðmundssyni málara sem hannaði skautbúninginn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál