Nýtt augnkrem frá BIOEFFECT komið á markað

Húðvörumerkið BIOEFFECT á marga aðdáendur.
Húðvörumerkið BIOEFFECT á marga aðdáendur.

Íslenska húðvörufyrirtækið BIOEFFECT hefur á undanförnum árum eignast marga aðdáendur bæði hér á landi og um allan heim. Nú hafa þau bætt augnkremi í vörulínuna sem byggir að hluta til á formúlu Power-línunnar. Þau sem eru hrifin af vörunum ættu því ekki að vera svikin. 

„Hjá BIOEFFECT nýtum við kraft plöntulíftækni til að þróa húðvörur sem sannarlega umbreyta ásýnd húðarinnar,“ segir dr. Sigrún Dögg Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá BIOEFFECT.

 „Með tilkomu EGF Power Eye Cream höfum við enn á ný sett nýtt viðmið þegar kemur að nýsköpun húðvara gegn öldrun húðarinnar. Nýja augnkremið byggir á margra ára rannsókna- og þróunarvinnu og erum við einstaklega spennt að setja það á markað.“

Áhyggjur af hrukkum, fínum línum, baugum, þrota og þurrks í kringum augnsvæði eru algengar en kremið er gert til að minnka ásýnd þeirra. EGF Power Eye Cream er öflug blanda sex virkra innihaldsefna og er sérstaklega þróað fyrir þroskaða húð til að veita sýnilegan árangur. 

EGF Power Eye Cream, 15.490 kr.
EGF Power Eye Cream, 15.490 kr.

Inniheldur lykilefni

Augnkremið inniheldur BIOEFFECT EGF, upprunalega lykilinnihaldsefnið okkar, en um styrkjandi vaxtarþátt er að ræða sem stuðlar að heilbrigðari húð. Kremið er framsækin viðbót við Power-línuna.

En fyrir hvern er kremið? BIOEFFECT Power-vörurlínan er sérstaklega þróuð fyrir þurra og/eða þroskaða húð og fyrir þau sem vilja öflugri og áhrifaríkari vörur til að takast á við öldrun húðarinnar.  Kremið vinnur vel á augnsvæðinu með því að veita andoxunarvirkni og sefandi áhrif. Þessar vörur er hægt að nota saman fyrir enn áhrifaríkari húðrútínu. 

Augnkremið er best að nota kvölds og morgna, samhliða EGF Power Serum eða EGF Power Cream, fyrir hámarksvirkni. Hentar öllum húðgerðum en er tilvalið fyrir þurra og þroskaða húð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda