Laufey er ekki hrifin af karlmönnum í hælasokkum

Djasssöngkonan Laufey Lín Jónsdóttir er með sterkar skoðanir þegar kemur …
Djasssöngkonan Laufey Lín Jónsdóttir er með sterkar skoðanir þegar kemur að tísku. Samsett mynd

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er á sannkallaðri sigurför um heiminn, en hún hefur verið á tónleikaferðalagi undanfarna mánuði þar sem hún hefur heillað tónleikagesti hvaðanæva að úr heiminum með undurfagurri rödd sinni og sjarmerandi persónuleika. 

Um þessar mundir er Laufey stödd í Ástralíu, en á dögunum birtist myndband frá einum af tónleikum hennar sem hefur vakið þó nokkra athygli. Í myndbandinu segir Laufey frá því hver hennar „ick“ séu, en það merkir eitthvað sem hún er alls ekki hrifin af. 

Tískudrottningin leggur karlmönnum línurnar

Laufey segir að hennar „ick“ séu karlmenn í hælasokkum. Laufey er mikil tískudrottning og veit greinilega hvað hún syngur þegar kemur að tísku, líka hjá karlmönnum. „Mitt „ick“ eru hælasokkar. Ég veit það ekki. Það er eitthvað við stráka sem eru í hælasokkum, ég er bara: „Farðu úr þeim“,“ segir Laufey við miklar undirtektir úr salnum.

Því næst segir Laufey frá hennar stærsta „ick“, en þó svo hælasokkarnir heilli hana lítið þá er annað í fari karlmanna sem heillar hana enn minna. „Mitt stærsta „ick“, ég hata, ég bara hata þegar karlmenn eru með stórt egó og þeir eru bara að tala um sjálfan sig allan tímann. Ég veit. Ég hata þetta. Ég veit það ekki, mér leiðist bara svo mikið,“ segir Laufey.

Þúsundaldarkynslóðin í uppnámi

Umræðan um hælasokka er ekki ný af nálinni og Laufey virðist ekki vera sú eina sem er lítið hrifin af þeim. Sokkarnir hafa verið áberandi í umræðunni að undanförnu og verið kallaðir „þúsundaldarkynslóðar sokkarnir“ af Z-kynslóðinni, sem Laufey tilheyrir, en þau vilja meina að hælasokkar geti skapað algjört tískuslys.

Þá hefur því verið haldið fram að hægt sé að komast að því af hvaða kynslóð fólk er út frá því hvernig sokkum það klæðist, en umræðan um hælasokka hefur verið heldur neikvæð þar sem þessi týpa af sokkum hefur ýmist verið tengd við það að eldast, detta úr tísku eða hætta að vera töff. 

Þetta hefur komið ófáum af þúsundaldarkynslóðinni í opna skjöldu enda hafa sokkarnir notið mikilla vinsælda í gegnum árin og margir sem eiga fullar skúffur af hælasokkum. 

Fólk af Z-kynslóðinni kýs frekar að vera í uppháum sokkum og hafa nú margir af öðrum kynslóðum fetað í þeirra fótspor og endurnýjað sokkaskúffuna frá a til ö.

@garrettspence_ This is what every millennial fights the urge to do when putting on crew socks. #crewsocks #anklesocks #millenial ♬ human - christina perri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda