Gráhærðar og geislandi á tískusýningu í París

Leikkonurnar Andie McDowell og Jane Fonda.
Leikkonurnar Andie McDowell og Jane Fonda. Ljósmynd/AFP/Samsett mynd

Leikkonurnar Jane Fonda og Andie McDowell geisluðu með gráa hárið þegar þær gengu niður tískupallana á sýningu snyrtivörurisans L'Oreal í París. Sýningin er hluti af tískuvikunni sem stendur nú yfir í frönsku borginni. 

Fonda er 86 ára og klæddist silfurlitaðri kápu skreytta glitrandi steinum og í glitrandi strigaskóm í stíl. McDowell er 66 ára og er best þekkt fyrir hlutverk sitt í klassísku kvikmyndinni Groundhog Day, var í þröngum og glitrandi hlýralausum kjól.

Það er augljóst að það þarf ekki að fela gráu hárin um leið og þau birtast! 

Fonda er 86 ára og langflottust.
Fonda er 86 ára og langflottust. Ljósmynd/AFP
McDowell er með fallegt grátt hár.
McDowell er með fallegt grátt hár. Ljósmynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda