Næstum því allt frítt í nýrri verslun í Breiðholtinu

Ilmur Dögg Gísladóttir.
Ilmur Dögg Gísladóttir. Ljósmynd/Aðsend

„Hug­mynd­in með Fr­í­búðinni er að halda hlut­um leng­ur í hringrás­ar­hag­kerf­inu og er eins og skipti­markaður. Það er hægt að taka dót og koma með dót. Hug­mynd­in er líka að skapa vett­vang fyr­ir fólk sem er að losa sig við lítið af hlut­um í einu, eins og nokkra bolla og diska,“ seg­ir Ilm­ur Dögg Gísla­dótt­ir, deild­ar­stjóri í Borg­ar­bóka­safn­inu Gerðubergi. 

Fr­í­búðin er hugsuð sem skipti­markaður þar sem er hægt að koma með hluti sem nýt­ast ekki leng­ur og taka það sem vant­ar. Versl­un­in er staðsett í Gerðubergi í Breiðholti og er sam­starfs­verk­efni Skrif­stofu um­hverf­is­gæða, Góða hirðis­ins og Borg­ar­bóka­safns­ins í Reykja­vík.

„Í Fr­í­búðina er líka hægt að skila til dæm­is göml­um batte­rí­um, kert­astubb­um, litl­um raf­tækj­um, prent­hylkj­um og brotnu leirtaui. Sorpa sér svo um að sækja það og koma því á rétt­an stað í end­ur­vinnsl­unni.“

Næst­um því allt frítt í versl­un­inni

Hug­mynd­in er feng­in að danskri fyr­ir­mynd sem kall­ast nær­genbrugs­stati­on og er að finna víða í Dan­mörku að sögn Ilm­ar. „Við höf­um verið að gera til­raun­ir með skipti­markaði og höld­um reglu­lega fræðslu­viðburði um um­hverf­is­mál og erum með smiðjur þar sem nýtni er höfð að leiðarljósi. Eitt af lang­tíma­mark­miðum borg­ar­inn­ar er að minnka sorp um 20% og það er gert meðal ann­ars með því að bjóða upp á úrræði sem þetta en einnig fræða fólk um hvernig sé hægt að gera við í stað þess að henda.“

Er allt frítt eða eru ein­hverj­ir hlut­ir sem kosta?

„Það er allt frítt nema hús­gögn­in og nokkr­ir stemn­ings­hlut­ir,“ svar­ar Ilm­ur.

Hvaða hluti má koma með í versl­un­ina?

„Það má koma með eld­hús­dót, skauta og frí­stunda­dót, borðspil, garn, mynd­ir í römm­um, jóla­skraut, teppi og mott­ur, leik­föng og ým­is­legt smá­legt. Við tök­um ekki við hús­gögn­um og fatnaði. Við mun­um svo reglu­lega kalla eft­ir árstíðarbundn­um hlut­um og erum þá með viðburði í stíl við það sem við köll­um eft­ir.“

Hún seg­ir verk­efnið til­rauna­verk­efni til eins árs en von­ir standa til um að það haldi áfram og opni jafn­vel í fleiri bóka­söfn­um. „Á meðan til­raun­inni stend­ur erum við að læra af not­end­um og vilj­um þróa þetta í sam­tali með fólk­inu á bóka­safn­inu og þeim sem heim­sækja búðina.“

„Mark­mið búðar­inn­ar er að minnka sóun og færa end­ur­vinnslu nær borg­ur­un­um. Að bjóða upp á vett­vang fyr­ir fólk að koma með hluti sem það er hætt að nota og vilja koma því áfram til næsta eig­anda,“ seg­ir Ilm­ur.

„Að fræða fólk um um­hverf­is­mál og hringrás­ar­hag­kerfið á skemmti­leg­an og aðgengi­leg­an hátt.“

Þau sem vilja koma með dót í Fr­í­búðina geta komið á opn­un­ar­tíma húss­ins og sett í kassa eða poka við skila­kass­ana í Fr­í­búðinni. Fr­í­búðin opn­ar í dag, 25. sept­em­ber klukk­an 16, og verður opn­un­ar­tím­inn í takt við Borg­ar­bóka­safnið í Gerðubergi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda