Húrra Reykjavík opnar í Kringlunni

Þriðja Húrra-verslunin opnar í Kringlunni.
Þriðja Húrra-verslunin opnar í Kringlunni. Ljósmynd/Samsett mynd/Helgi Rúnar Bergsson

Húrra Reykjavík opnar verslun í Kringlunni á næstu vikum. Þetta verður þriðja Húrra-verslunin og verður hún staðsett á annarri hæð Kringlunnar, þar sem Nespresso var áður staðsett. 

Nú má finna verslanir Húrra bæði á Hverfisgötu 18A í miðbæ Reykjavíkur og fyrr á þessu ári opnuðu þau verslun í brottfararsal Keflavíkurflugvallar. Það má því segja að fyrirtækið sé í mikilli sókn. 

„Við lítum svo á að vörur okkar og þjónusta eigi erindi við enn þá stærri hóp viðskiptavina og opnum við nú í Kringlunni. Markmið okkar er að opna eina glæsilegustu verslun Kringlunnar hannaða af HAF Studio á besta stað í húsinu.

Kringlan er auðvitað hin upprunalega verslunarmiðstöð, drottningin ef svo má segja og á ég sjálfur frábærar minningar úr Kringlunni eftir að hafa starfað þar árum áður. Bruninn sem átti sér stað í sumar var auðvitað hræðilegur en ég er sannfærður um að Kringlan komi til baka sterkari en nokkru sinni fyrr,“ segir Sindri Jensson annar eigenda Húrra Reykjavík í fréttatilkynningu. 

 „Vöruframboðið okkar hefur verið að aukast mjög mikið og það eru ákveðnar vörur og vörumerki sem aðrar verslanir á Íslandi bjóða ekki upp á sem við munum koma með í Kringluna. Þar er hægt að nefna sérstakar týpur af skóm frá Adidas, Nike, New Balance, Salomon, Mizuno & Birkenstock svo dæmi séu tekin. Stone Island, Norse Projects, Blanche, Brutta Golf, Sporty & Rich og Won Hundred eru svo dæmi um vörumerki sem fást hvergi annars staðar á landinu en við munum bjóða í Kringlunni og öðrum verslunum okkar. Undanfarin misseri höfum við verið að bæta við okkur nýjum vörumerkjum og má þar helst nefna Human Made frá Japan, Marni frá Ítalíu, Dime frá Kanada, NonFiction frá S-Kóreu, No Problemo frá Bretlandi. Þetta tel ég veita Húrra ákveðna sérstöðu og ýtir enn frekar undir þá ákvörðun að fjölga verslunum og auka framboðið af Húrra-heiminum“. 

Þrívíddarteikningar af versluninni frá HAF Studio.
Þrívíddarteikningar af versluninni frá HAF Studio. Ljósmynd/HAF Studio
Verslunin verður staðsett á annarri hæð þar sem Nespresso var …
Verslunin verður staðsett á annarri hæð þar sem Nespresso var áður. Ljósmynd/HAF Studio
Þrívíddarteikningar af versluninni frá HAF Studio.
Þrívíddarteikningar af versluninni frá HAF Studio. Ljósmynd/HAF Studio
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál