Á að kaupa sér föt núna með hlébarðamynstri?

Ofurfyrirsætan Irina Shayk með hálsklút í hlébarðamynstri, kjóll úr vor- …
Ofurfyrirsætan Irina Shayk með hálsklút í hlébarðamynstri, kjóll úr vor- og sumarlínu fyrir árið 2025 frá Vetements og kápa í hlébarðamynstri frá vor- og sumarlínu fyrir árið 2025 frá Prada. Samsett mynd

Hlébarðamynstur hefur verið víða undanfarna mánuði og nær ómögulegt að stíga inn í verslun án þess að sjá flík í þessu mynstri. Það var jafn áberandi hjá stærstu tískuhúsum eins og hjá ódýrari fataverslunum. Þetta ár hefur verið ár hlébarðamynstursins og vinsældir þess náðu hápunkti nú í upphafi haustsins. En er þetta tískustraumur sem við erum að fara að fá leið á?

Það má auðvitað vel vera að það styttist í það. En það er í raun málinu óviðkomandi. Hlébarðamynstur er eins og svartur vel sniðinn dragtarjakki, Levi's 501 gallabuxur, hvítur stuttermabolur og rúskinnsstígvél frá Prada - það dettur aldrei úr tísku.

Ofurfyrirsætan Irina Shayk í hlébarðastuði í sumar.
Ofurfyrirsætan Irina Shayk í hlébarðastuði í sumar. Ljósmynd/Instagram

Jakki keyptur í kæruleysiskasti

Það eru nokkur ár síðan ég var stödd í Ganni-verslun í Osló og lét það eftir mér að máta stuttan, vatteraðan hlébarðajakka úr satíni. Tók þá kærulausa ákvörðun, enda ein á ferð og ekki með óþreyjufullan karlmann með mér, dró fram kreditkortið og borgaði fyrir þennan aðeins of dýra jakka. Þessi ómerkilega saga endar auðvitað vel, nú eru átta ár liðin og jakkinn fer ekki úr skápnum. Ég hef notað hann í vinnu, út að borða, í afmæli, í útlöndum og ég fæ ekki leið. Líklegast ætti ég að ferðast meira ein og leyfa kæruleysinu að brjótast oftar fram. Oft kemur tímabil þar sem jakkinn er í pásu í nokkra mánuði í senn en það er líka allt í lagi. 

Kæruleysisjakkinn góði.
Kæruleysisjakkinn góði. Ljósmynd/Ganni

Klassískt en vandmeðfarið

Tískuheimurinn hefur ekki fengið nóg. Færustu hönnuðir heims sýndu fatalínurnar fyrir sumarið 2025 í New York, Lundúnum, Mílanó og París á dögunum og dýramynstrið er mjög áberandi. Hlébarða-, sebra- og snákaskinnsmynstur verður mjög áberandi ef marka má merki eins og Prada, Vetements, Roberto Cavalli og Dries Van Noten.  

En þetta er vandmeðfarið. Reglan er, eins og svo oft áður, að velja mynstrið vel og klæðast því við mínímalískari fatnað. Það sem þarf að hafa í huga við kaup á þessum flíkum er að reyna að hafa þær í góðum gæðum. Þá dugir líka aðeins ein flík í skápinn í stað þess að fylla hann af þessu mynstri. 

Þeir sem eiga í ástar- og haturssambandi við mynstrið geta byrjað smátt. Á einum fylgihlut, skóm, klút eða jafnvel tösku. Úrvalið af gallabuxum í hlébarðamynstri er nú líka mikið og þeim er auðvelt að klæðast við stuttermabol og strigaskó. Mikilvægt er að vera tregur við að losa sig við flíkina úr skápnum því það eru allar líkur á að þú teygir þig í hana aftur og aftur næstu árin.

Gallabuxur frá Neo Noir, fást í Galleri 17 og GK …
Gallabuxur frá Neo Noir, fást í Galleri 17 og GK Reykjvík og kosta 16.995 kr.
Skór í hlébarðamynstri frá Ganni. Fást í Andrá og kosta …
Skór í hlébarðamynstri frá Ganni. Fást í Andrá og kosta 54.900 kr.
Frá vor- og sumarlínu Elie Saab fyrir árið 2025.
Frá vor- og sumarlínu Elie Saab fyrir árið 2025. Ljósmynd/AFP
Frá vor- og sumarlínu Vetements fyrir árið 2025.
Frá vor- og sumarlínu Vetements fyrir árið 2025. Ljósmynd/AFP
Frá vor- og sumarlínu Dries Van Noten fyrir árið 2025.
Frá vor- og sumarlínu Dries Van Noten fyrir árið 2025. Ljósmynd/AFP
Frá vor- og sumarlínu Roberto Cavalli fyrir árið 2025. Sebramynstur …
Frá vor- og sumarlínu Roberto Cavalli fyrir árið 2025. Sebramynstur mun líka koma sterkt inn næsta sumar. Ljósmynd/AFP
Snákaskinnsmynstur í vor- og sumarlínu Roberto Cavalli fyrir árið 2025.
Snákaskinnsmynstur í vor- og sumarlínu Roberto Cavalli fyrir árið 2025. Ljósmynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál