Rúrik er andlit nýs herrailms

Rúrik Gíslason uppáklæddur.
Rúrik Gíslason uppáklæddur. Skjáskot/Instagram

Rúrik Gíslason, tónlistarmaður, leikari og fyrrverandi knattspyrnumaður, er andlit nýs herrailms, Trussardi Primo, frá ítalska tískuhúsinu Trussardi. Hann greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni í gærkvöldi.

Rúrik deildi myndum og myndskeiði úr auglýsingaherferðinni og gaf fylgjendum sínum smá forsmekk af því sem koma skal. Hann stillti sér upp ásamt gráum mjóhundi, en hundategundin hefur verið einkennismerki fyrirtækisins síðustu ár.

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn hef­ur haft í nógu að snúast allt frá því hann setti fót­bolta­skóna á hill­una. Rúrik hef­ur að und­an­förnu verið að reyna fyr­ir sér í leik­list­inni og sló meðal annars ræki­lega í gegn í íslensku gamanþáttaseríunni um stráka­bandið IceGuys.

Rúrik er í dag við tökur á nýrri Netflix-mynd í Amsterdam. Fram kem­ur á vef Film.at að hann fari með hlut­verk hundaþjálf­ar­ans og gúrús­ins Nod­en, sem tekur að sér að hjálp­a fimm furðuleg­um hunda­eig­end­um í aust­ur­rísku ölp­un­um að um­gang­ast þrjóska fer­fætl­inga sína og beit­ir óvenju­leg­um aðferðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál