Bestu varasalvarnir fyrir kólnandi veður

Flestir þurfa á nærandi varasalva að halda á köldustu dögunum.
Flestir þurfa á nærandi varasalva að halda á köldustu dögunum. Unsplash/Cesar La Rosa

Þurrari varir er einkenni sem margir finna fyrir þegar kuldann sækir að. Flestir eiga sér sinn uppáhaldsvarasalva sem þeir grípa alltaf í en svo eru aðrir sem þurfa hugmyndir að nýjum til að prófa. Hér fyrir neðan er listi af nokkrum góðum sem munu nýtast vel yfir vetrartímann.

BIOEFFECT Varasalvinn er fullur af náttúrulegum og nærandi innihaldsefnum. Hann hjálpar til við að halda vörunum vel nærðum og mjúkum.

Varasalvi frá BIOEFFECT, kostar 3.890 kr.
Varasalvi frá BIOEFFECT, kostar 3.890 kr.

Varagaldur frá Villimey er mýkjandi, græðandi og er meira að segja góður á frunsur. Hann á að viðhalda fyllingu húðarinnar, vinna gegn hrörnun, húðskemmdum og er græðandi. Hann gefur fallegan gljáa og er hentugur til að setja yfir eða undir varalit.

Varagaldur frá Villimey, 1.595 kr.
Varagaldur frá Villimey, 1.595 kr.

Varasalvinn frá Bláa lóninu inniheldur nærandi örþörunga Bláa lónsins. Hann er verndandi og viðheldur náttúrulega mýkt varanna og raka þeirra. Varasalvinn gefur vörunum fallegan gljáa.

Varasalvi frá Bláa lóninu, 3.900 kr.
Varasalvi frá Bláa lóninu, 3.900 kr.

Eight Hour Cream frá Elizabeth Arden er uppáhald margra. Varasalvinn veitir mikinn raka og gerir við þurrar og sprungnar varir.

Eight Hour Cream frá Elizabeth Arden, 3.999 kr.
Eight Hour Cream frá Elizabeth Arden, 3.999 kr.

Caring Beauty frá Labello gefur kremkennda og rakagefandi áferð. Það er örlítill litur í honum fyrir þau sem vilja aðeins meira en bara glæran salva. Það er einnig hægt að nota salvann sem kinnalit og hann er á góðu verði.

Varasalvi með smá lit frá Labello, 918 kr.
Varasalvi með smá lit frá Labello, 918 kr.

Vaseline er auðvitað klassískur salvi sem flestir þekkja. Hann er bestur fyrir þurrar varir og vinnur gegn þurrki og sprungnum vörum. 

Vaseline, 297 kr.
Vaseline, 297 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál