Klæðaburður Björns vekur athygli í Kaupmannahöfn

Danakonungur og drottning tóku vel á móti Höllu og Birni …
Danakonungur og drottning tóku vel á móti Höllu og Birni í Kaupmannahöfn í morgun. Ljósmynd/Scanpix/Samsett mynd

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, og Björn Skúla­son, eig­inmaður henn­ar, eru stödd í Kaupmannahöfn og hófu opinbera heimsókn sína til Danmerkur í morgun.

Klæðaburður Björns hefur vakið athygli fyrir að vera aðeins of látlaus.

Hann klæddist dökkbláum jakkafötum, ljósblárri skyrtu og dökkbrúnum skóm þegar Friðrik 10. Danakonungur og María drottning tóku á móti íslensku forsetahjónunum.

Hvernig er það með reglur um klæðaburð þegar þú hittir þjóðhöfðingja? Er ekki gerð krafa um svarta skó hjá karlmönnum?

„Það fer eftir því hvað er í gangi. Ef þú ert til dæmis í smóking eða kjólfötum, þá ferðu í lakkskó. En það fer í rauninni eftir því hvað tilefnið er og hvað þú ert að fara að gera,“ segir Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson, verslunarstjóri í Herragarðinum í Kringlunni.

„Þetta er „prótokol“ sem fer eftir því hvað er á dagskránni. Ef þetta er opinber fundur eða fundur með þjóðhöfðingjum þá eru allir í svörtum skóm. Maður sér yfirleitt að menn eru í svörtum skóm.

En það eru ekki gerðar neinar athugasemdir um þann sem er í dökkbláum fötum við brúna skó, það er voða stílhreint. Maður hugsar bara, hvað myndi James Bond gera?“ 

Færi hann ekki í hvíta skyrtu og svarta skó?

Hvað myndi James Bond gera?
Hvað myndi James Bond gera? Ljósmynd/Scanpix
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda