Lilja klæddist 64.900 kr. kjól í Kaupmannahöfn

Lilja Dögg Alfreðsdóttir valdi sér íslenska hönnun.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir valdi sér íslenska hönnun. Ljósmynd/Scanpix/Samsett mynd

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, er stödd í Kaupmannahöfn. Hún er þátttakandi í opinberri sendinefnd forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar. Lilja klæddist kjól frá íslenska hönnuðinum Hildi Yeoman við undirritun yfirlýsingar sem snýr að leiðum til þess að gera íslensku handritunum hærra undir höfði.

Kjóllinn sem Lilja klæðist kallast „Allure Dress“ og kostar 64.900 krónur. Hann er úr 100% satínofnu-pólýester sem gefur efninu fallega glansáferð. Kjóllinn er með bleiku mynstri, með V-hálsmáli og bundinn um mittið. Lilja hefur þó snúið kjólnum við og nær hann alveg upp í háls að framan og V-ið kemur þá niður á bakið.

Kjóllinn á heimasíðu Hildar Yeoman.
Kjóllinn á heimasíðu Hildar Yeoman.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda