Er dónalegt að nefna verð á fatnaði?

Halla Tómasdóttir og Friðrik Danaprins mæta í Kristjánsborgarhöll.
Halla Tómasdóttir og Friðrik Danaprins mæta í Kristjánsborgarhöll. Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix

Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem hefur út á það að setja að verð á kjólum komi fram í fréttum. 

Sæl Marta María. 

Þar sem ég leyfði mér að setja út á að verð á kjól forsetans var uppgefið þá sá ég á síðu kongehuset.dk að Halla hefði verið í brúðarkjólnum sínum en verðið ekki nefnt. Ungri var mér kennt að ekki spyrja fólk hvað fötin hafi kostað sem viðkomandi klæddist, frekar hrósa. Hitt væri dónaskapur.

Kveðja, 

Dóra

Sæl Dóra. 

Ég held að þú hafir misskilið fréttina um gullkjól Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Það var enginn að setja út á kjólinn. Um er að ræða hlutlausa umfjöllun um klæðaburð í fyrstu opinberu heimsókn nýs forseta Íslands til Kaupmannahafnar þar sem Halla hitti Friðrik Danakonung og Mary Danadrottningu. Hvað verðið á kjólnum varðar þá finnst mér sjálfsagt að nefna það og í raun væri fáránlegt að nefna það ekki fyrst það kemur fram í netverslunum sem selja fyrrnefnda flík. 

Tímarnir breytast og mennirnir með. Í gamla þótti til siðs að þaga yfir öllu en af því maðurinn er þannig úr garði gerður að hann getur aldrei þagað þá þrifust svokallaðar gróusögur. 

Fólk pískraði sín á milli og þegar sama sagan er búin að fara í gegnum höfuðið á mismunandi fólki þá breytist hún. Fugl verður fiskur. 

Upplýst nútímafólk 

Í dag er þetta ekki svona. Nútímafólk er upplýst og hinir upplýstu vilja vita allt. Við lifum á upplýsingaöld. Það að burðast með einhver leyndarmál þykir ekki móðins lengur. Fólk talar um allt og ekkert og fæstir skammast sín fyrir það. Þetta upplýsta nútímafólk vill vita hvað varningur kostar. Aukið fjármálalæsi þjóðarinnar kallar á meiri verðvitund.

Hvað varðar síðuna kongehuset.dk þá skil ég ekki alveg hvert þú ert að fara. Ég finn ekki upplýsingar um að Halla hafi klæðst brúðarkjól sínum. Ef það stendur á síðunni þá er það rangt. Kjóllinn sem Halla klæddist er nýr og hægt er að panta hann á netinu hjá þekktum tískusíðum sem selja hönnun Jenny Packham. 

Halla giftist ástinni sinni, Birni Skúlasyni, árið 2004 og í sumar fagnaði hún 20 ára brúðkaupsafmæli. Hún sagði frá því sjálf á félagsmiðlum því Halla er fylgjandi meiri kærleika og meira gegnsæi. Á myndinni sem hún deildi sést brúðarkjóllinn ágætlega. Hann er hvítur með víðu hálsmáli og ermum. 

Er þetta frétt? 

Ef þú ert að velta því fyrir þér hvort þetta sé frétt að Halla hafi klæðst glæsilegum gullkjól sem kostaði rúmlega 600.000 kr. þá er svarið já. Fólk sem hefur áhuga á stíl, sniðum, efnum, klæðaburði, kóngafólki og almennri umhirðu vill fá að vita hver er í hverju og hvað það kostaði. 

Það er hluti af þessari nútímahugsun á upplýsingaöld þar sem allt er uppi á borðum. Gamli skólinn á bara stundum erfitt með að meðtaka það. 

Kveðja, 

Marta María 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Mörtu Maríu spurningu HÉR. 

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, flytur hér ræðu sína í Kristjánsborgarhöll.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, flytur hér ræðu sína í Kristjánsborgarhöll. Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda