12 hlýjar peysur fyrir veturinn

Frá haust- og vetrarlínum SKALL Studio, Chloé, Ferragamo og aftur …
Frá haust- og vetrarlínum SKALL Studio, Chloé, Ferragamo og aftur SKALL Studio fyrir 2024-2025. Samsett mynd

Haustið er því miður senn á enda og enn kaldari árstími að taka við. Þá er mikilvægt að eiga góða peysu. Fyrir þau sem finna aðeins vonlausar akrýlpeysur frá því í fyrra í fataskápnum og verða að endurnýja eru hér nokkrar hugmyndir að flottum peysum sem munu nýtast vel. 

Á tískupöllunum fyrir veturinn mátti sjá alls konar útgáfur af peysum en það voru þó aðallega peysur í brúnum og gráum tónum sem voru mest áberandi. Peysurnar komu í öllum gerðum, bæði stuttar og hnepptar eða þykkar og síðar. Hjá franska tískuhúsinu Chloé var áberandi að nota belti yfir peysuna sem er sniðug leið til að nota sömu peysuna á mismunandi vegu. 

Hjá danska fatamerkinu Skall Studio voru þykkar peysur settar yfir axlirnar og gegndu þær hlutverki trefils sem gæti komið sér vel í norðanáttinni. Hjá ítalska merkinu Ferragamo var ullin notuð frá toppi til táar og allt í sama litnum.

Svo að peysan þjóni þeim tilgangi sem hún er ætluð fyrir, að vernda fyrir kulda, verður að hafa efnasamsetninguna í huga. Því hærra hlutfall af ull, því hlýrri er peysan. Góð peysa ætti að duga í mörg ár ef hún er vönduð og hana má nota á marga mismunandi vegu. Það er augljóst að það verður að leyfa ímyndunaraflinu að ráða.

Peysa frá The.Garment, fæst í Andrá og kostar 41.900 kr.
Peysa frá The.Garment, fæst í Andrá og kostar 41.900 kr.
Peysa frá Hildi Yeoman, kostar 48.900 kr.
Peysa frá Hildi Yeoman, kostar 48.900 kr.
Peysa frá Gustav Denmark, fæst í Mathilda og kostar 26.990 …
Peysa frá Gustav Denmark, fæst í Mathilda og kostar 26.990 kr.
Peysa frá COS, kostar 19.000 kr.
Peysa frá COS, kostar 19.000 kr.
Peysa frá Samsøe Samsøe, fæst í EVU og kostar 23.995 …
Peysa frá Samsøe Samsøe, fæst í EVU og kostar 23.995 kr.
Peysa frá Samsøe Samsøe, fæst í EVU og kostar 38.995 …
Peysa frá Samsøe Samsøe, fæst í EVU og kostar 38.995 kr.
Létt ullarpeysa frá ZÖRU, kostar 8.995 kr.
Létt ullarpeysa frá ZÖRU, kostar 8.995 kr.
Peysa frá H&M, kostar 5.500 kr.
Peysa frá H&M, kostar 5.500 kr.
Peysa frá Second Female, kostar 29.900 og fæst í FOU22.
Peysa frá Second Female, kostar 29.900 og fæst í FOU22.
Ullarpeysa úr Zöru, 11.995 kr.
Ullarpeysa úr Zöru, 11.995 kr.
Ullarpeysa frá As We Grow, kostar 38.900 kr.
Ullarpeysa frá As We Grow, kostar 38.900 kr.
Peysa frá Gestuz, fæst í Andrá og kostar 25.900 kr.
Peysa frá Gestuz, fæst í Andrá og kostar 25.900 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda