Uppskrift af lopapeysu úr smiðju Heli Nikula

Peysan Kristall er sérlega eiguleg og falleg.
Peysan Kristall er sérlega eiguleg og falleg. Ljósmynd/Tina Routamaa

Mikið prjónaæði hefur gripið landsmenn og því ekki úr vegi að finna eitthvað nýtt til að fitja upp á. Á dögunum kom Ullaræði 2 út hjá Forlaginu en í bók Heli Nikula er að finna einstaklega smekklegar prjónauppskriftir af ýmsum ullarvarningi eins og peysum, húfum og vettlingum. Eða allt sem þú þarft fyrir hinn íslenska vetur. Það sem einkennir prjónaflíkurnar er að þær eru bæði smart og hlýjar. Forlagið gaf leyfi fyrir birtingu á uppskrift af peysunni Kristal. 

Kristall

Í þessari peysu þarf að vanda sig sérstaklega við litavalið. Mynsturliturinn þarf að skera sig vel frá báðum grunnlitunum. Stærðir XXS, XS, S, M, L, XL, XXL. 

Stærðirnar eru ekki staðlaðar. Gætið þess að velja rétta stærð eftir málum peysunnar. Uppgefin mál eru af prjónaðri peysu.

  • Ummál bols:
  • 86,5 (91) 97,5 (104,5) 111 (117,5) 124,5 cm
  • Breidd bols:
  • 43 (45,5) 49 (52) 55,5 (59) 62 cm
  • Sídd frá fit að handvegi:
  • 38 (39) 40 (41) 42 (43) 44 cm (eða sú sídd sem óskað er)
  • Ermalengd: 47 (48) 49 (50) 51 (52) 53 cm (eða sú sídd sem óskað er)

Efni 

Léttlopi 50 g /100 g hnota

  • Grunnlitur 0054 Ljósgrátt:
  • 7 (7) 8 (8) 9 (9) 10 × 50 g
  • Litur A 1704 Apríkósugult:
  • 1 (1) 2 (2) 2 (2) 2 × 50 g
  • Litur B 0052 Sauðsvart:
  • 1 (1) 1 (1) 1 (1) 1 × 50 g

Prjónar

  • Hringprjónn 3,5 mm, 80 cm
  • Hringprjónn 4,5 mm, 80 cm
  • Sokkaprjónar 3,5 mm og 4,5 mm
  • (Ef töfralykkjuaðferðin er ekki notuð þarf að auki 40 cm hringprjón 3,5 og 4,5 mm)

Prjónfesta

  • 10 × 10 cm: 18 L og 24 umf í sléttprjóni.

Aðferð:

Prjónið bol og ermar í hring neðan frá og upp. Sameinið bol og ermar á einn hringprjón við hand-veginn og prjónið axlastykkið í hring. Á bolnum byrjar umferð á vinstri hlið en á axlastykki þar sem bak og vinstri ermi mætast. Tekið er úr með laskaúrtöku á ermum.

Fallegar ullarpeysur eru mikil prýði eins og sést á þessari …
Fallegar ullarpeysur eru mikil prýði eins og sést á þessari ljósmynd sem er í bókinni Ullaræði 2. Ljósmynd/Tina Routamaa


Bolur

  • Fitjið upp 156 (164) 176 (188) 200 (212) 224 L með grunnlit og 3,5 mm hringprjóni.
  • Setjið prjónamerki við byrjun umf og tengið í hring. Prjónið stuðlaprjón 6 cm (2S, 2B).
  • Skiptið yfir í 4,5 mm hringprjón og prjónið S með grunnlit þar til bolurinn mælist 38 (39) 40 (41) 42 (43) 44 cm.
  • Prjónið síðustu umf þar til 5 (5) 6 (6) 7 (7) 8 L eru eftir í umf.

Setjið þessar L á lykkjunælu ásamt 4 (4) 5 (6) 6 (7) 8 L í byrjun næstu umf. Nú eru samtals 9 (9) 11 (12) 13 (14) 16 handvegs-L á lykkjunælunni.


Ermar

  • Fitjið upp 40 (40) 40 (44) 48 (48) 48 L með grunnlit og 3,5 mm sokkaprjónum.
  • Setjið prjónamerki við byrjun umf, tengið í hring og prjónið stuðlaprjón (2S, 2B) 6 cm.
  • Skiptið yfir í 4,5 mm sokkaprjóna, prjónið áfram með grunnlit og hefjið útaukningu (1 L fyrir og eftir merki í byrjun umf) með 2 cm millibili þar til samtals 60 (62) 66 (68) 70 (72) 76 L eru í umf.
  • Prjónið ermina áfram þar til hún mælist 47 (48) 49 (50) 51 (52) 53 cm.
  • Prjónið síðustu umf þar til 5 (5) 6 (6) 7 (7) 8 L eru eftir.
  • Setjið þessar L á lykkjunælu ásamt fyrstu 4 (4) 5 (6) 6 (7) 8 L í næstu umf.
  • Nú eru samtals 9 (9) 11 (12) 13 (14) 16 handvegs-L á lykkjunælunni.
  • Prjónið hina ermina eins.
Hér má sjá axlamynstur peysunnar.
Hér má sjá axlamynstur peysunnar.

Axlastykki

  • Sameinið bol og ermar á 4,5 mm hringprjón og prjónið með grunnlit.
  • Þið finnið leiðbeiningar á YouTube--rás Villahullu.
  • Setjið prjónamerki við byrjun umf og prjónið fyrri ermina 51 (53) 55 (56) 57 (58) 60 L á sama hringprjón og bolurinn er á þannig að lykkjunælurnar með handvegs-L liggi samhliða.
  • Setjið annað prjónamerki.

Prjónið framstykkið

  • 69 (73) 77 (82) 87 (92) 96 L. Setjið þriðja prjónamerkið.
  • Setjið næstu 9 (9) 11 (12) 13 (14) 16 L á lykkjunælu.
  • Prjónið hina ermina 51 (53) 55 (56) 57 (58) 60 á sama hringprjón.
  • Setjið fjórða lykkjumerkið og prjónið bakstykkið 69 (73) 77 (82) 87 (92) 96 L.
  • Nú eru samtals 240 (252) 264 (276) 288 (300) 312 L í umf.
  • Nú á að vera prjónamerki þar sem ermi og bolur mætast, samtals fjögur merki. Nú er fyrstu umf mynsturs lokið.

Ef þið viljið staðsetja mynstrið þannig að miðja þess verði á miðju fram- og bakstykkis (mitt á milli laska-úrtaka) þarf að telja L og finna miðjuna að framan og miðjuna að aftan (ágætt að setja merki). Miðjan að framan er mitt á milli annars og þriðja prjónamerkis. Teljið síðan frá miðju að framan aftur á bak, í átt að byrjun umf, til að finna hvar á að byrja í mynstrinu. Athugið að hver mynstureind er 12 L. Sjötta lykkjan (miðja mynstureindar) á að lenda á miðju á fram- og bakstykki.

Peysurnar á myndunum eru ekki prjónaðar með miðjusettu mynstri.

Laskaúrtaka:

  • Hefjið úrtökur í 6. umf í stærð XXS en í 4. umf í öðrum stærðum.
  • Úrtökurnar eru gerðar í annarri hverri umf eða alltaf þegar umf er slétt tala.
  • Úrtökurnar eru gerðar í þeim lit sem er grunnlitur hverju sinni.

Slétttöluumf:

  • Úrtaka vinstra megin við prjónamerkið: Takið 1 L óprjónaða, prjónið 1 L slétt og steypið óprjónuðu L yfir þá nýprjónuðu, prjónið 1 L slétt með viðeigandi grunnlit.

Úrtaka hægra megin við prjónamerkið: Þegar 3 L eru eftir að næsta merki, prjónið 1 L slétt með viðeigandi grunnlit og næstu 2 L slétt saman. Samtals átta L teknar úr í úrtökuumf.

Oddatöluumf:

  • Prjónið 3 L fyrir framan og aftan prjónamerkin í við-eig-andi grunnlit.
  • Haldið áfram með laskaúrtökurnar þar til 72 (76 ) 96 (100) 104 (116) 112 L eru í umf.

Nú getið þið fjarlægt prjónamerkin. Skiljið samt eftir merki við byrjun umf.

Stærðir XXS og XS: Hefjið styttar umf hér ef þið viljið upphækkun að aftan.

Stærð S: Prjónið eina umf og takið úr jafnt yfir næstu umf á eftir 18 L = 78 L.

Stærð M: Takið úr í næstu umf jafnt yfir umf 22 L. = 78 L.

Stærð L: Takið úr í næstu umf jafnt yfir umf 24 L = 80 L.

Stærð XL: Prjónið eina umf og takið úr jafnt yfir næstu umf á eftir 36 L = 80 L.

Stærð XXL: Takið úr í næstu umf jafnt yfir umf 30 L
= 82 L.

Hér eru prjónaðar 4–6 styttar umf til að fá upphækkun aftan á hálsmáli. Ef aðferðin er ekki kunnugleg má sleppa henni. Leiðbeiningar um aðferðina er að finna á bls. 24 í bókinni og á YouTube-rás Villahullu.


Hálslíning

  • Fellið af með snúruaffellingu með 3,5 mm prjónum; Prjónið 2S, prjónið næstu 2S saman aftan frá.
  • Færið þessar 3 L aftur yfir á vinstri prjón og endurtakið þar til búið er að fella allar L af á vinstri prjóni.
  • Færið 3 L sem eftir eru á hægri prjóni á vinstri prjón og fækkið L með steypiúrtöku.

Það eru til góðar leiðbeiningar um snúruaffellingu (I-cord-bind/cast-off), t.d. á YouTube.

Frágangur

  • Gangið frá endum og lykkið saman handveginn.
  • Þið finnið leiðbeiningar um affellingu á handvegs-L með þremur prjónum á YouTube-rás Villahullu.

Bleytið peysuna í volgu vatni svo allt loft fari úr henni. Handþvoið peysuna með ullarsápu eða þvoið hana í þvottavél, færið hana þá varlega í þvottavélina (þannig að hún nái ekki að togna) og stillið ullarþvottakerfið á 30°C eða minna. Setjið ráðlagðan skammt af Lopi ullarnæringu í mýkingarefnishólfið.

Eftir þvottinn er peysan lögð flöt í rétta stærð, t.d. á baðgólf með gólfhita. Vélþvottur er alltaf á eigin ábyrgð, framleiðendur lopabandsins bera ekki ábyrgð á mismunandi þvottavélum og vindingu.

Instagram

Þið getið skoðað fleiri litamöguleika á Instagram með því að velja myllumerkið #kideneule. Munið að merkja myndir af ykkar peysu með myllumerkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda