Áslaug Arna fann fullkomna vetrarjakkann

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mætti á fund í morgun ásamt öðrum ráðherrum ríkisstjórnar. Þar verða án efa mörg merkileg málin rædd en í þessari grein verður aðallega talað um annað, jakka Áslaugar.

Jakkinn er frá sænska merkinu Stand Studio sem er þekktast fyrir þykkar kápur og jakka úr gerviloði. Hér á landi fæst hann í GK Reykjavík og kostar 76.995 kr. Þessi jakki hefur verið framleiddur í mismunandi litasamsetningum síðustu ár og er því algjörlega klassísk flík. Haustlitirnir njóta sín vel í koníaks- og dökkbrúnu litasamsetningunni.

Gerviloð hefur á undanförnum árum tekið algjörlega fram úr alvöru loði og mörg stærstu tískuhús heims hafa hætt framleiðslu á flíkum úr ekta dýraloði eins og Gucci, Balenciaga, Prada og Calvin Klein. Breski hönnuðurinn Stella McCartney hefur ávallt verið þekkt fyrir að vera mikill dýraverndunarsinni og þykir frumkvöðull í þróun gerviloðs og svipaðra efna úr gerviefnum.

Undanfarin ár hafa því yfirhafnir úr gerviloði orðið sífellt vinsælli. Hér á landi eru þær praktískar því við neyðumst víst til að eiga hlý föt. Jakkinn sem Áslaug Arna klæðist er stuttur og passar því vel við háar buxur og kjóla. Fyrir þau kulvísustu þá er hægt að finna kápu í mjög svipuðum stíl. 

Jakki frá Stand Studio.
Jakki frá Stand Studio.
Jakkinn í annarri litasamsetningu frá Stand Studio.
Jakkinn í annarri litasamsetningu frá Stand Studio.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda