Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist glæsilegum gullkjól frá Jenny Packham þegar hún mætti í galakvöldverð í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í síðustu viku.
Kjóll Höllu vakti mikla athygli og stóð þjóðin á öndinni yfir flottheitunum.
„Ég kaupi öll mín föt sjálf,“ sagði Halla í viðtali við Bakaríið á Bylgjunni á laugardaginn var. Í viðtalinu kom fram að hún hafi ætlað að klæðast annarri flík og endurnýta afganginn af efninu úr kjólnum sem hún klæddist við innsetningarathöfnina í sumar.
Björg Ingadóttir fatahönnuður, oft kennd við Spaksmannsspjarir, hannaði og saumaði dressin sem hún klæddist þann dag. Þar sem Halla þurfti að fá nælur í brjóstið kom í ljós að það var ekki hægt að næla í kjólinn. Því hafi hún fundið kjólinn sem hún klæddist, eftir Jenny Packham, og keypt hann.