Charlene prinsessa af Mónakó vakti mikla undrun á dögunum þegar hún mætti í opinbera heimsókn í hettupeysu og jogging buxum. Heimsóknin var á svokallað Rokethon Race sem er morgunganga til þess að vekja athygli á velferð dýra. Í tilefni af því hefur hún ákveðið að nýta tækifærið og skarta látlausara útliti en vanalega.
Prinsessan þykir almennt mikill tískufrömuður og þykir með þeim best klæddu í heiminum í dag. Hún er líka alltaf óhrædd við að prófa eitthvað nýtt og framandi. Djarfir samfestingar eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni og er rauði liturinn í uppáhaldi.
Eins er hún dugleg að breyta hárinu og er hún nú að leyfa því að vaxa eftir að hafa haft það stutt í þó nokkurn tíma.