Ný lopapeysa Bjarna smellpassar

Bjarni er ánægður með lopapeysuna.
Bjarni er ánægður með lopapeysuna. Ljósmynd/Skjáskot Facebook

Bjarni Benediktsson forsetisráðherra er að vonum glaður með nýju lopapeysuna sem hann fékk á dögunum. Peysan er prjónuð af Arndísi Ágústsdóttur frá Kálfárdal og er ljósgrá, ljósbrún, hvít og svört með hestamynstri. Bjarni sá peysuna fyrst í Skagafirði í sumar.

Það er fátt íslenskara en lopapeysan sem er nú verndað afurðarheiti. Skilyrðin fyrir því að flík geti verið kölluð íslensk lopapeysa eru nokkur. Peysan þarf að vera handprjónuð hér á landi, ullin sem notuð er í hana þarf að vera klippt af íslensku sauðfé og má ullin ekki vera endurunnin. Peysan þarf einnig að vera prjónuð úr lopa.

Á sumarfundi ríkisstjórnarinnar á sveitasetrinu Hofsstöðum í Skagafirði síðsumars kom ég auga á fallega lopapeysu í anddyri gististaðarins. Sú var úr smiðju Arndísar Ágústsdóttur frá Kálfárdal við Sauðárkrók. Því miður var þó deginum ljósara að peysan myndi með engu móti passa. Arndís gekk hins vegar hreint til verks í að prjóna fyrir mig nýja lopapeysu. Peysan barst mér á dögunum og skemmst frá því að hún er ekki bara falleg heldur smellpassar hún sömuleiðis,“ skrifar Bjarni á Facebook.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda