Hvaða maskara nota þær?

Saga Sigurðardóttir, Andrea Magnúsdóttir, Karin Kristjana Hindborg og Ingunn Sigurðardóttir.
Saga Sigurðardóttir, Andrea Magnúsdóttir, Karin Kristjana Hindborg og Ingunn Sigurðardóttir. Samsett mynd

Góður maskari er vandfundinn. Sumir halda sig alltaf við þann sama en aðrir eru duglegri að breyta til. Þó að svartur maskari sé langalgengastur er samt gaman að prófa sig áfram með aðra liti eins og brúnan eða jafnvel fjólubláan. 

Saga Sigurðardóttir ljósmyndari

Er að nota Chanel-maskara í litnum Amé­thyste. Hann er með djúpfjólubláum lit og er úr nýrri línu Chanel sem er innblásin af tarotspilum sem fundust í íbúð Coco Chanel í París. Mér finnst maskararnir frá Chanel góðir því þeir gefa náttúrulegt útlit.

Saga Sigurðardóttir ljósmyndari er óhrædd við litaða maskara.
Saga Sigurðardóttir ljósmyndari er óhrædd við litaða maskara. Ljósmynd/Úr einkasafni
Maskari í djúpfjálubláum lit er heillandi.
Maskari í djúpfjálubláum lit er heillandi.
Maskari frá Chanel í litnum Améthyste.
Maskari frá Chanel í litnum Améthyste.

Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður

Ég nota Panorama frá L'Oréal. Hann er léttur en þykkir og lengir. Ég nota oftast svartan en finnst brúni líka flottur þegar ég vil hafa léttari hversdagsförðun. Ég nota Sweed Eyelash Serum á kvöldin en það er serum sem lengir augnhárin, elska það.

Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður notar augnháraserum og finnst það mikilvægt.
Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður notar augnháraserum og finnst það mikilvægt.
Panorama-maskari frá L'Oreal.
Panorama-maskari frá L'Oreal.
Augnháraserum frá Sweed.
Augnháraserum frá Sweed.

Karin Kristjana Hindborg, eigandi snyrtivöruverslunarinnar Nola

Ég nota alltaf Limitless Lash-maskara frá ILIA Beauty því hann er besti maskari sem ég hef prófað. Ég hef prófað ófáa. En ég hef notað hann í sjö ár og hann hefur fengið fullt af verðlaunum. Hann lengir, aðgreinir, krullar og heldur augnhárunum þannig allan daginn án þess að síga. Smitar aldrei eða molnar og ekkert mál að þrífa af. Maskarinn er án óæskilegra innihaldsefna og án nikkels og hentar því viðkvæmum augum.

Uppáhaldsmaskari Karinar, eiganda snyrtivöruverslunarinnar Nola, hentar viðkvæmum augum.
Uppáhaldsmaskari Karinar, eiganda snyrtivöruverslunarinnar Nola, hentar viðkvæmum augum. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Limitless Lash-maskari frá Ilia.
Limitless Lash-maskari frá Ilia.

Ingunn Sigurðardóttir, eigandi Reykjavík Makeup School, HI Beauty og Chilli in June

Ég skiptist svolítið á með maskara en sá sem er í algjöru uppáhaldi þessa stundina er L'Oréal Panorama. Maskarinn þéttir rót augnháranna og nær hverju einasta augnhári. Ég hef farið með þennan maskara út í óveður og í ræktina og hann haggast ekki. Svo finnst mér líka must að eiga einn góðan brúnan maskara, fyrir dagana sem ég vil aðeins léttara lúkk. Þá er YSL Lash Clash í uppáhaldi.

Ingunn Sigurðardóttir, eigandi Reykjavík Makeup School, HI Beauty og Chilli …
Ingunn Sigurðardóttir, eigandi Reykjavík Makeup School, HI Beauty og Chilli in June, notar brúnan maskara af og til. Ljósmynd/Arnór Traustason
Lash Clash-maskari frá Yves Saint Laurent.
Lash Clash-maskari frá Yves Saint Laurent.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda