Þórdís Kolbrún klæddist 48.980 króna skyrtusetti

Ólífugræni liturinn klæðir Þórdísi vel.
Ólífugræni liturinn klæðir Þórdísi vel. mbl.is/María Matthíasdóttir

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir vakti athygli í ólífugrænni mynstraðri „jacquard“ setti þegar hún mætti í Spursmál til Stefáns Einars á dögunum. Þá voru skyrtan og buxurnar í stíl, í sama lit og efni. 

Fyrir upptekna konu eins og Þórdísi er sniðugt að klæðast settum sem þessum. Fötin passa alltaf saman, eru þægileg og tekur enga stund að ákveða hverju á að klæðast. Því þarf varla að leiða hugann að fatnaðinum þegar mikið annað tekur pláss í höfðinu.

Skyrtan og buxurnar eru úr tískuvöruversluninni Momo sem rekur tvær verslanir, aðra í Nóatúni 17 og hina á Garðatorgi í Garðabæ. Skyrtan er bundin um mittið sem gerir hana aðsniðnari og býr til skemmtileg smáatriði. Buxurnar eru með teygju í mittið og ef þessu er klæðst saman þá lítur þetta út eins og flottur samfestingur. Settið er til í nokkrum mismunandi litum.

Skyrtan kostar 23.990 krónur og buxurnar 24.990 krónur. Verðið á settinu er því 48.980 krónur. 

Skyrtan fæst í versluninni Momo og kostar 23.990 kr.
Skyrtan fæst í versluninni Momo og kostar 23.990 kr.
Buxurnar fást í versluninni Momo og kosta 24.990 kr.
Buxurnar fást í versluninni Momo og kosta 24.990 kr.

Hvað er „jacquard?“

Sérstakur jacquard-vefstóll var fundinn upp árið 1804 af textílhönnuðinum Joseph Marie Jacquard.  „Jacquard-efni“ verður til þannig að mynstrið er ofið í efnið en ekki prentað. Þetta er oft gert þannig að bæði efnið og mynstrið er í sama lit en aðeins annarri áferð. Jacquard-efni er einnig þekkt undir öðrum nöfnum eins og damask, matlassé og brocade. 

Þau efni sem eru með mynstrið ofan í efnið líkjast jacquard-efnum en strangt til tekið má aðeins kalla þau sem hafa verið ofin í jacquard-vefstól bera nafnið.

Þórdís Kolbrún hneppti skyrtunni upp í háls.
Þórdís Kolbrún hneppti skyrtunni upp í háls. mbl.is/María Matthíasdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda