„Ég var ekkert að grínast með að vera snyrtipinni“

Ilmvatn og lavander-sprey eru hlutir sem eru alltaf í snyrtitöskunni.
Ilmvatn og lavander-sprey eru hlutir sem eru alltaf í snyrtitöskunni. Ljósmynd/Stefanía Elín Linnet

Berg­lind Alda Ástþórs­dótt­ir er 25 ára ný­út­skrifuð leik­kona úr Lista­há­skóla Íslands. Nú fara dag­ar henn­ar í að æfa fyr­ir gam­an­leik­ritið Tóm ham­ingja, sem verður sýnt í Borg­ar­leik­hús­inu í vet­ur. Hún seg­ir mik­il­vægt að hugsa um húðina og þá sér­stak­lega þegar hún þarf að nota mik­inn leik­hús­farða í mis­mun­andi verk­efn­um.

Hvað ger­ir þú til þess að hugsa sem best um húðina?

„Mér finnst húðin mín alltaf upp á sitt besta þegar ég hugsa sér­stak­lega vel um lík­am­lega og and­lega heilsu. Ef ég er dug­leg að drekka vatn, fara að sofa á skikk­an­leg­um tíma, hreyfa mig og borða nokkuð hollt er eins og þetta hald­ist í hend­ur og húðin ljóm­ar meira og er heil­brigðari. Ég er líka al­gjör snyrtip­inni í dag­legu lífi og það á líka við þegar kem­ur að húðinni. Ég passa mig að þrífa hana vel og al­mennt koma sem minnst við hana nema með hrein­um hönd­um.“

Berglind finnur mun á húðinni þegar hún er dugleg að …
Berglind finnur mun á húðinni þegar hún er dugleg að drekka vatn, hreyfa sig og sefur vel. Ljósmynd/Stefanía Elín Linnet

Hver er húðrútína þín ef þú ert með slíka?

„Ég byrja alltaf á því að þrífa húðina vel með góðum hreinsi. Næst nota ég Tea Tree Toner, elska allt Tea Tree, til að hreinsa burt öll óhrein­indi. Svo finnst mér al­gjört æði að nota líf­ræna and­lit­sol­íu sem ég var að upp­götva frá The Ordin­ary. Ég set and­lit­skremið mitt í bland við hana, en ég nota Cera­Ve-rakakremið sem inni­held­ur líka sól­ar­vörn, stór plús! Að lok­um set ég smá augnkrem frá Cl­in­ique und­ir aug­un og ef ég er í stuði tek ég augn­hárasermi frá Ordin­ary og set á augn­hár og auga­brún­ir.“

Lífræn andlitsolía frá The Ordinary, kostar 2.898 kr.
Lífræn andlitsolía frá The Ordinary, kostar 2.898 kr.
CeraVe andlitskrem, 3.998 kr.
CeraVe andlitskrem, 3.998 kr.
Clinique augnkrem, kostar 7.410 kr.
Clinique augnkrem, kostar 7.410 kr.

Hvað er að finna í snyrti­budd­unni þinni?

„Í fyrsta lagi er ég alltaf með ilm­vatn í budd­unni – það þarf að ilma vel til að líta vel út – og lavend­er-hand­spritt. Ég var ekk­ert að grín­ast með að vera snyrtip­inni. Ann­ars er það helsta hjá mér bleiki Elf pri­mer-inn, Drunk Elephant bronz­ing-drop­arn­ir, allt of marg­ir kinna­lit­ir, NARS-hylj­ari, Huda Beauty-púður, vara­sal­vi, vara­blý­ant­ur, Sum­mer Fri­days-gloss, auga­brúna­blý­ant­ur og GOSH-gelið, brúnn augn­blý­ant­ur og Sky High-maskar­inn. Var að kaupa hann í vín­rauðum, mæli með.“

Sky High maskari frá Maybelline, 3.349 kr.
Sky High maskari frá Maybelline, 3.349 kr.

Hvernig farðar þú þig dags dag­lega?

„Ég elska svona nátt­úru­legt ljóm­andi út­lit þessa dag­ana. Ég byrja á því að setja smá bronz­ing-dropa á skygg­ing­ar­svæðin og svo er ég voða skot­in í Halo Glow-kinna­litn­um frá Elf. Ég set hann næst á kinn­arn­ar og smá á nefið. Við elsk­um að líta út fyr­ir að hafa verið í sól­inni þótt það sé eng­in sól. Svo nota ég NARS-hylj­ara með litl­um bursta á þau svæði sem þarf og tek svo auga­brúnag­elið frá GOSH til að greiða auga­brún­irn­ar. Síðan nota ég Huda Beauty-púðrið á T-svæðið og maka síðan á mig vara­sal­va og REFY eða Mac-vara­blý­anti. Ég enda síðan alltaf á því að setjja vel af sett­ing-spreyi yfir and­litið því þá líður mér eins og ég sé fersk­ari.“

Augabrúnagel frá Gosh, kostar 2.640 kr.
Augabrúnagel frá Gosh, kostar 2.640 kr.

Hvert er besta förðun­ar­trix sem þú hef­ur lært?

„Minna er meira. Ég byrjaði frek­ar seint að mála mig en þegar ég var í Verzló var ég eitt­hvað byrjuð að fikra mig áfram og það var stund­um al­gjört lest­ar­slys. Auga­brúna­blinda er til.“

Áttu þér upp­á­halds­snyrti­vöru?

„Akkúrat núna er upp­á­halds­snyrti­var­an mín Bronz­ing-drop­arn­ir frá Drunk Elephant. Ég set bara nokkra dropa í bland við rakakremið mitt og maður er strax miklu frísk­ari.“

Bronzing-dropar frá Drunk Elephant. Kosta 5.840 kr.
Bronzing-dropar frá Drunk Elephant. Kosta 5.840 kr.

Hvað mynd­ir þú aldrei bera á húðina?

„Ég myndi aldrei nota hreinsi­klúta til að þrífa húðina mína nema í al­gjörri neyð. Ég er með nokkuð viðkvæma húð þannig að það að nudda svona þurrk­um fram­an í mig ger­ir húðina mjög pirraða og rauða, ekki gott.“

Hvert er besta bjútítrix allra tíma?

„Sko, við búum á Íslandi og það er að koma vet­ur. Þannig að stund­um tek ég Marc In­bane-brúnku­spreyið og spreyja því í þétt­an bursta þannig að eft­ir kvöld-húðrútín­una mína nota ég burst­ann á contour-svæðin á and­lit­inu. Þá vakn­ar maður eins og ný mann­eskja. All­ir segja vá, varstu í út­lönd­um? Og ég svara bara nei elsk­an, þetta er bara smá brúnku­sprey í bursta. Eða augn­hára­leng­ing­ar. Við sér­stök til­efni hef ég dekrað extra vel við mig og farið í augn­hára­leng­ing­ar og finnst það geggjað bjútítrix. Mér finnst þær gera svo ótrú­lega mikið, maður vakn­ar og er bara strax til­bú­inn. Það þarf ekk­ert meira. Tala nú ekki um ef ég geri þetta hvort tveggja, þá er ekk­ert sem get­ur stoppað mig.“

Marc Inbane brúnkusprey, 8.920 kr.
Marc Inbane brúnkusprey, 8.920 kr.

Hver var fyrsta snyrti­var­an sem þú eignaðist?

„Því miður eignaðist ég auga­brúna­blý­ant allt of snemma og gekk um ganga Verzl­un­ar­skól­ans eins og trúður.“

Berglind elskar ljómandi og náttúrulegt útlit.
Berglind elskar ljómandi og náttúrulegt útlit. Ljósmynd/Stefanía Elín Linnet
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda