Flíkin sem allir karlar ættu að eiga

Yfirskyrta úr fallegu efni mun fljótt verða uppáhald.
Yfirskyrta úr fallegu efni mun fljótt verða uppáhald. Ljósmynd/Samsett mynd

Yfirskyrtan eða þykk skyrta er flík sem á heima í fataskáp karlmanna. Hún er mjög klassísk, það er hægt að nota hana ótal marga mismunandi vegu og er uppáhald margra.

Er þetta skyrta eða jakki? Í raun bæði. Það fer eftir veðri og síðan efninu í skyrtunni. Í verslunum landsins er breitt úrval en það eru nokkrir hlutir sem þarf að hafa í huga. 

Ef þessi skyrta á að vera notuð í vinnu og við fínni tilefni þá er gott að eiga stílhreina, einlita skyrtu úr ullarefni yfir vetrartímann. Þá er nóg að fara í þægilegan stuttermabol undir og í frakka yfir ef það er kalt úti. Köflótt skyrta í þessum stíl á svo yfirleitt betur við um helgar þegar fötin eru örlítið afslappaðri. Skyrtur sem þessar eru yfirleitt hnepptar en svo er hægt að finna útgáfur með rennilás sem gerir skyrtuna sportlegri.

Skyrta úr Zöru, 15.995 kr.
Skyrta úr Zöru, 15.995 kr.
Skyrta frá Libertine Libertine, fæst í Húrra Reykjavík og kostar …
Skyrta frá Libertine Libertine, fæst í Húrra Reykjavík og kostar 28.990 kr.
Þykk skyrta úr 100% ull, fæst í Arason og kostar …
Þykk skyrta úr 100% ull, fæst í Arason og kostar 67.900 kr.
Létt ullarskyrta frá Emporio Armani, fæst í Herragarðinum og kostar …
Létt ullarskyrta frá Emporio Armani, fæst í Herragarðinum og kostar 49.980 kr.
Þykk ullarskyrta úr Zöru, kostar 15.995 kr.
Þykk ullarskyrta úr Zöru, kostar 15.995 kr.
Ullarskyrta frá Farmer's Market, 33.500 kr.
Ullarskyrta frá Farmer's Market, 33.500 kr.
Ljós ullarskyrta frá Les Deux, fæst í Herragarðinum og kostar …
Ljós ullarskyrta frá Les Deux, fæst í Herragarðinum og kostar 29.980 kr.
Rennd skyrta frá Berner Kuhl, fæst í Herra Reykjvík og …
Rennd skyrta frá Berner Kuhl, fæst í Herra Reykjvík og kostar 49.990 kr.
Köflótt skyrta frá Les Deux, fæst í Herragarðinum og kostar …
Köflótt skyrta frá Les Deux, fæst í Herragarðinum og kostar 34.980 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda