Fyrir þau sem halda mikið upp á íslenska súkkulaðistykkið Draum fagna eflaust nýrri peysu úr smiðju grínistans Hugleiks Dagssonar. Nýja fatamerkið hans, Umbúðir, hefur framleitt Draumapeysu í samstarfi við Freyju súkkulaði.
Hönnunin á umbúðum lakkrísdraumsins er klassísk vöruhönnun frá árinu 1984. „Þrátt fyrir að flestum sem eru að nálgast miðaldra finnist 1984 hafa verið fyrir tuttugu árum síðan þá fagnar í raun Draumur 40 ára afmæli í ár,“ segir í fréttatilkynningu.
Umbúðirnar eru áhugaverð blanda af mynstri sem einhverjir myndu segja væri klassík. Fatamerkið Umbúðir fagnar þessari nostalgíu sem fylgir klassískri íslenskri vöruhönnun og hefur nú þegar verið gefin út Opal-peysa og Nýmjólkurpeysa.