Svona frískarðu upp á andlitið í myrkrinu

Fyrirsætan Vittoria Ceretti með fjólubláan augnskugga sem fer henni vel.
Fyrirsætan Vittoria Ceretti með fjólubláan augnskugga sem fer henni vel. Ljósmynd/AFP

Snyrtivörurnar fyrir hátíðarnar streyma inn í verslanir núna og kjörið tækifæri að prófa sig áfram með fleiri liti. Brúnkan frá sumrinu er líklega ekki enn til staðar og þá er ráð að hressa upp á andlitið með sólarpúðri og bleikum varalit. Þetta er líka tíðin til að prófa sig áfram með liti sem þú notar ekki venjulega, eins og fjólubláa tóna sem eru orðnir vinsælir í augnförðun.

Það er mikið úrval af rakakremum sem gefa húðinni aukinn ljóma ef þörf er á því. Rose Radiance-kremið frá Clarins gerir einmitt það en formúlan sléttir, eykur ljóma og jafnar húðtóninn. Varaolían frá sama merki hefur verið vinsæl síðustu ár og hægt að fá hana í formi varasalva með lit í sem hressir upp á andlitið í skammdeginu.

Fyrir förðun dagsdaglega er gott að hafa í huga að annaðhvort leggja áherslu á varir eða augu. Svo má auðvitað bæta í fyrir dramatískara útlit við fínu tilefnin.

Leikkonan Blake Lively með ferskjulit á augum og bjartar, rósrauðar …
Leikkonan Blake Lively með ferskjulit á augum og bjartar, rósrauðar varir. Ljósmynd/AFP
Guerlain Terracotta sólarpúður.
Guerlain Terracotta sólarpúður.
Guerlain Rouge G varalitur í litnum 03 Satin.
Guerlain Rouge G varalitur í litnum 03 Satin.
Clarins Eye Quartet augnskuggapalletta, 10.499 kr.
Clarins Eye Quartet augnskuggapalletta, 10.499 kr.
Le Lift krem frá Chanel.
Le Lift krem frá Chanel.
Clarins Wonder Volume XXL maskari, 6.199 kr.
Clarins Wonder Volume XXL maskari, 6.199 kr.
Augnskuggapalletta frá Anastasia Beverly Hills, fæst í Nola og kostar …
Augnskuggapalletta frá Anastasia Beverly Hills, fæst í Nola og kostar 13.990 kr.
Rose Radiance andlitskrem frá Clarins, 18.999 kr.
Rose Radiance andlitskrem frá Clarins, 18.999 kr.
Clarins Lip Oil varasalvi í litnum 05 Cherry, 4.699 kr.
Clarins Lip Oil varasalvi í litnum 05 Cherry, 4.699 kr.
Varalitur frá MAC í litnum Blankety, 5.590 kr.
Varalitur frá MAC í litnum Blankety, 5.590 kr.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda