Þetta er flíkin sem við notum hvað mest hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þó að margir reyni að fresta því eins lengi og hægt er að sækja úlpuna í upphafi vetrar þá er komið að því og nú verður ekki undan komist.
Þegar þetta er flík sem verður gripið í nánast hvern dag næstu mánuði þá er betra að hún líti vel út. Úlpurnar sem eru í tísku núna og hafa verið undanfarin ár eru bæði stuttar og síðar en flestar eru þær frekar stórar dúnúlpur. Íslendingar hljóta að fagna því.
Þó að svartur sé alltaf klassískur þá er líka gaman að horfa til annarra lita. Beinhvítur, ljósbrúnn eða dökkgrænn passar við margt og gefur okkur meiri lit inn í skammdegið.